fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Eyjan

Brynjar játar á sig lygar – „Ég er ekki aðdáandi léttklæddra áhrifavalda“

Erla Dóra Magnúsdóttir, Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 10:15

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tilkynnti á dögunum að hann ætli ekki að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar eftir að hafa hafnað lægra á lista í prófkjöri en hann vonaðist eftir. Hann væri því að hverfa af þingi.

Í kjölfarið greindi hann frá því á samfélagsmiðlum að hann væri þegar kominn með nýja vinnu, hann væri nefnilega búinn að opna OnlyFans-síðu.

Nokkuð bar á því að fjölmiðlar greindu frá þessu uppátæki og því hefur Brynjar séð sig nauðbeygðan til að leiðrétta þetta.

„Að gefnu tilefni vil taka það fram að ég sagði ósatt, aldrei þessu vant, um að ég hefði opnað Only fans síðu á netinu. Ég er ekki aðdáandi léttklæddra áhrifavalda og væri því líklegri til að stofna síðu sem sýndi líkþorn eftirlaunaþega. Og ég er nokkuð viss um að það væri skemmtilegra að fara í partý með amish fólki en með íslenskum áhrifavöldum. Amish fólkið lifir þó í einhverjum raunveruleika.“

Svo þeir sem biðu spenntir eftir að kaupa sér áskrift hjá Brynjari á OnlyFans verða að bíta í það súra epli að aðeins var um smá grín í Brynjari að ræða, en eins og skáldin sögðu þá er er allt í lagi að vera með grín svo lengi sem það fer ekki út í sprell.

Raunar er ekki alveg á hreinu hver næstu skref Brynjars verða en eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði sér að stíga út af Alþingi hafa margir skorað á hann að endurskoða ákvörðun sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi