fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Eyjan

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 10:30

Stella Ásdísar Kristjánsdóttir - Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju bjóða konur sig ekki fram sem formenn sinna stéttarfélaga sérstaklega þar sem mikill meirihluti félagsmanna eru konur, til dæmis leikskólakennarar, grunnskólakennarar og hjúkrunarfræðingar og það mætti nefna fleiri stéttir þar sem þetta á við?“

Svona hefst pistill sem Stella Ásdísar Kristjánsdóttir skrifar en pistillinn birtist á Fréttablaðinu í morgun. Í pistlinum skrifar Stella um orð og athafnir sem hún telur að séu letjandi fyrir konur í stað þess að valdefla þær. „Konur sem félagsmenn setja konur almennt í valdletjandi stöðu með þátttökuleysi sínu í ábyrgðarstörfum. Treysta konur sér ekki í formennsku, hafa ekki tíma, eða treysta aðrar konur þeim ekki og kjósa karla til ábyrgðarstarfa?“ spyr Stella til að mynda í pistlinum.

„Jafnrétti samkvæmt lögum er ekki nóg til að virðing og viðhorf til kvenna sé það sama og fyrir körlum. Konur þurfa að huga vel að því hvaða afleiðingar gjörðir og val þeirra hefur á ímynd kvenna og valdastöðu innan samfélagsins. Ungar konur verða að vera vakandi fyrir ábyrgðinni sem hvílir á þeirra herðum við að jafna stöðu kynjanna, bæði í orði og á borði.“

„Ennþá mjög áberandi hver situr undir stýri“

Stella segir að konur þurfi að temja sér að gera allt sem þær geta án þess að biðja um aðstoð frá karlmanni við hin ýmsu verkefni daglegs lífs. Verkefnin sem hún nefnir eru að aka bíl, skipta um dekk, mála, smíða, halda á þungum hlutum. „Það er ennþá mjög áberandi hver situr undir stýri þegar makar hvort af sínu kyninu eru saman í bíl,“ segir Stella og spyr hvers vegna konur velji að vera farþegi í þeim tilfellum í stað þess að aka bifreiðinni eins og hún gerir alla jafna.

„Með þessu athæfi er konan að gefa stelpum og strákum ákveðin skilaboð. Með því að skiptast á að vera í farþegasætinu gefur hún ákveðin skilaboð um færni, ábyrgð og vald. Foreldrar þurfa að kenna börnum sínum að horfa á umheiminn með gagnrýnu hugarfari. Hvernig eru fyrirmyndir sem þau sjá í kringum sig og í fjölmiðlum, eru þær góðar eða neikvæðar fyrirmyndir? Ekki er óalgengt að sjá pör í bíómyndum þar sem stúlkan er látin vera atkvæðalítil við hlið kærastans innan um annað fólk á meðan hann deilir út visku sinni eða fyndni.“

„Þarna er verið að halda á lofti úreltu viðhorfi“

Stella segir að orðræða sé einn liður í því að færa konum meiri virðingu. „Þegar verið er að ávarpa fólk eða setja titla fyrir framan nöfn fólks, til dæmis herra, frú og fröken, stingur það mitt feminíska hjarta, til dæmis fermingarkort þar sem stúlka er titluð fröken en pilturinn herra. Þarna er verið að halda á lofti úreltu viðhorfi til stúlkna þar sem þær verða frúr þegar þær giftast eða þegar þjónn sem er kona er ávörpuð fröken langt fram eftir aldri,“ segir hún.

Þá talar Stella um starfstitla og breytingar á þeim. „Það var framfaraskref þegar hætt var að tala um kennslukonu, hjúkrunarkonu, afgreiðslukonu og forstöðukonu svo að nokkur dæmi séu tekin. Kennari er vel heppnað starfsheiti sem er karlkynsorð í málfræði og ekkert að því,“ segir hún.

„Ég skil ekki þörfina hjá sumum konum og körlum sem vilja hverfa aftur til fortíðar og tala um skólastýru, jafnréttisstýru, alþingiskonu þar sem kona skipar starfið. Nú er talað um mörg kyn, ekki bara tvö og er það gott mál, málið er lifandi og þarf að endurspegla lífið og tilveruna. Við erum öll menn og því eigum við að halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð að taka kyn viðkomandi út úr starfsheiti hans.“

„Þessi starfsheiti eru góð og gild og þarf ekki að breyta“

Stella nefnir að lokum starfsheiti og segir þau vera góð og gild, ekki þurfi að breyta þeim í nafni jafnréttis kynjanna. „Tökum dæmi um kennara, við tölum um kennara og að hann hafi sagt eitthvað. Starfsheiti eru karlkyns flest öll og því notum við fornafnið hann þegar við endurtökum okkur um viðkomandi starfsmann,“ segir hún.

„Þessi starfsheiti eru góð og gild og þarf ekki að breyta í nafni jafnréttis kynjanna; þingmaður, skólastjóri, lögreglumaður, flugstjóri, skipstjóri, þjónn, flugþjónn og ræstitæknir. Þeir sem vilja annað, verða þá að vera sjálfum sér samkvæmir og segja til dæmis lögreglukarl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“