fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Eyjan

Króli skorar á Áslaugu Örnu og býður henni húsið sitt – „Þetta er samt aldrei að fara að gerast“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 13:55

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Óli Haraldsson, sem er hvað þekktastur sem tónlistarmaðurinn Króli, er nýjasti gestur þeirra Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpinu Eigin konur. Stjórnmál og Sjálfstæðisflokkurinn var eitt af því sem rætt var mikið um í þættinum.

Í byrjun þáttarins var talað um ýmislega hluti, eins og tónlistina og ræðukeppnina Morfís, en þegar leið á þáttinn fór umræðan fljótlega að snúast um stjórnmál. „Ég bara haaata stjórnmál,“ segir Króli þegar hann var spurður hvort hann gæti ekki séð sig í pólitíkinni eftir Morfís-ferilinn.

Eftir það var vinsælu tísti hans varpað á skjáinn. „Það er enginn að kvarta yfir því að það séu of margir „gamlir“ sjálfstæðismenn á þingi. Það eru allir að kvarta yfir því að það séu of margir sjálfstæðimenn á þingi,“ sagði Króli í færslunni sem um ræðir og svo var rætt um færsluna og flokkapólitík.

„Ég styð ekki flokkapólitík. Mér finnst flokkapólitík gölluð, ég þoli ekki þetta flokkarúnk á Íslandi. Ég hef aldrei verið flokksbundinn og mun aldrei vera það,“ segir tónlistarmaðurinn en honum fannst vera alltof mikið af Instagram auglýsingum þar sem kvartað var yfir því að það væri gamalt fólk á þingi. „Mér finnst bara ótrúlega fyndið að miða þessu að öllum. Það er enginn að kvarta yfir gömlum sjálfstæðismönnum, ég geri engan greinarmun þar á milli.“

„Þetta er svo mikill fokking sandkassaleikur“

Síðar í þættinum var rætt um pólitík en Króli talaði sérstaklega um hinn svokallaða sandkassaleik sem hefur oft einkennt pólitík hér á landi. „Það er aldrei bara eitthvað svona „ég fíla þetta en getum við rætt þetta aðeins“ því síðan mætirðu á Alþingi og þá þarftu að vera með bindi í flokkslitnum þínum og vera ósammála öllu sem hinir segja,“

„Við erum að tala um það að það var lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu fíkniefna þrisvar. Samfylkingin sem er jafnaðarflokkur, bara vegna þess að þau eru í stjórnarandstöðu, sagði öll nei. Það er bara vegna þess að þau eru í stjórnarandstöðu. Sorry, þetta er svo mikill fokking sandkassaleikur.“

„Þetta er samt aldrei að fara að gerast“

Umræðan barst svo að útlendingamálum og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. „Fólk er einmitt að tagga hana og persónugera hana: „Af hverju ert þú að senda þetta fólk úr landi?“ Þetta er það sem ég skil ekki. Þetta getur ekki bara verið hún,“ segir Edda.

„Ég fatta hvert þú ert að fara og ég skil nákvæmlega það, hún er ekki að fara að kvitta upp á að allir séu „in“. Það er ekki bara vegna þess að hún getur það ekki, það er líka vegna þess að stefna flokksins sem hún er í er ekki það,“ segir Króli þá og er spurður hvað hún ætti þá að gera því hún myndi líklegast missa sæti sitt í Sjálfstæðisflokknum ef hún færi á móti stefnu flokksins í útlendingamálum.

„Ég myndi í alvörunni tollera hana einn ef hún myndi gera það. Ég myndi leggja inn á hana aleiguna mína ef hún myndi gera það, fara gegn sinni eigin stefnu,“  segir Króli og kemur svo með áskorun til Áslaugar. „Áslaug, þú ert flott og allt það. Plís, ég mun í alvörunni, ég veit ekki nákvæmlega hvað ég á mikið núna, ég skal bara afsala þér húsinu mínu. Það er þitt ef þú ferð gegn stefnu flokksins í innflytjendamálum. Fleira var það ekki.“

Króli hefur þó ekki mikla trú á því að Áslaug taki áskoruninni. „Þetta er samt aldrei að fara að gerast, það er auðvitað fokking leiðinlegt en hver veit nema innst inni sé hún bara ótrúlega ósammála flóttamannastefnu Sjálfstæðisflokksins en bara getur ekki gert neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína
Eyjan
Fyrir 2 vikum

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“