fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Eyjan

Ungir sjálfstæðismenn skora á Brynjar að endurhugsa ákvörðun sína

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 7. júní 2021 16:51

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann ætli sér að kveðja stjórnmálin eftir að hafa lent í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Yfirlýsing Brynjars hefur vakið misjöfn viðbrögð, margir greindu frá ánægju sinni með ákvörðun hans en þá voru einnig margir sem syrgja brottför hans. „Úrslitin eru talsverð vonbrigði fyrir mig en skilaboðin eru skýr. Ég trúi því að Sjálftæðisflokknum muni vegna vel í komandi kosningum. Ég kveð því stjórnmálin sáttur,“ sagði Brynjar í færslunni.

Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur nú skorað á Brynjar að endurhugsa þessa ákvörðun sína. „Stjórn Heimdallar skorar á Brynjar Níelsson að skoða hug sinn hvað framboð til Alþingis varðar. Brynjar hefur verið einn fremsti málsvari einstaklingsfrelsis hér á landi og nú sem aldrei fyrr er þörf fyrir hugrakka verjendur frelsisins,“ segir í færslu sem félagið birti á Facebook-síðu sinni í dag.

„Prófkjörið færði Brynjari sæti sem mun skila honum á þing með þeim krafti sem einkenndi prófkjör flokksins og telur stjórn Heimdallar að Sjálfstæðisflokknum yrði mikill styrkur af áframhaldandi liðsstyrk hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína
Eyjan
Fyrir 2 vikum

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“