fbpx
Miðvikudagur 23.júní 2021
Eyjan

„Við sitjum þannig uppi með ríkisstjórn sem vill banna plastpoka en leyfa eiturlyf“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 5. júní 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fjallaði í ræðu sinni á landsþingi um afglæpavæðingu fíkniefna og þá furðulegu stefnubreytingu sem Framsóknarflokkurinn hafi tekið í þeim málum. Hann sagði einnig núverandi ríkisstjórn hafa svikið kosningaloforð sín og meðlimir hennar treysti því að almenningur hafi gleymt því.

„Ríkisstjórninni hefur liðið vel í skjóli faraldursins og treystir nú á að vandræðagangurinn á fyrstu árum kjörtímabilsins og svikin kosningaloforð hafi gleymst,“ sagði Sigmundur.

Hann sagði síðar í ræðu sinni að ríkisstjórnin hafi notið stuðnings sem var afleiðing heimsfaraldurs COVID-19.

„Þótt ríkisstjórnin hafi setið í skjóli faraldursins og notið stuðnings á meðan á honum stóð, jafnvel frá okkur – í þinginu, er vert að minnast þess að sá stuðningur var afleiðing faraldursins. Nú þegar líður að kosningum má ekki gleyma því sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir og því sem hún hefur vanrækt.“

Hann segir þjóðina hafa setið uppi með ríkisstjórn sem hafi frá upphafi ekki ætlað sér að taka á pólitískum málum heldur leyfa kerfinu að ganga sinn gang. Nú í aðdraganda kosninga séu ráðherrar og þingmenn meirihlutans að hlaupa frá málum sem áður höfðu verið samþykkt í ríkisstjórn og þingflokksfundum.

„Mörg þessara mála hefðu flotið í gegn ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Miðflokksins.

Það væri búið að taka stóran hluta landsins undan lýðræðislegri stjórn og hálfloka hálendinu fyrir landsmönnum ef Miðflokkurinn hefði ekki komið í veg fyrir það.“

Sigmundur segir Miðflokkinn hafa gert það sem hann sagðist ætla að gera.

„Við erum ekki í pólitík bara til að hafa stól og bíl og aðgang að kjötkötlunum. 

Við erum í þessu vegna þess að við trúum á stefnuna og mikilvægi þess að landinu sé stjórnað af skynsemi og á lýðræðislegan hátt.

Við trúum því að í lýðræði eigi kjósendur að ráða hvaða stefna verður ofan á og það sé skylda stjórnmálamanna að standa við þau fyrirheit sem þeir eru kosnir út á.“

Hann segir ríkisstjórnina hafa þróast frá því að vera kerfisstjórn yfir í að vera rétttrúnaðarstjórn

„Við sitjum þannig uppi með ríkisstjórn sem vill banna plastpoka en leyfa eiturlyf.“

Furðar Sigmundur sig á því að Framsóknarflokkurinn sé hlynntur afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna.

„Að þessu stendur Framsóknarflokkurinn sem eitt sinn boðaði fíkniefnalaust Ísland árið 2000 og Sjálfstæðisflokkurinn sem einhvern tímann skilgreindi sig sem flokk laga og reglu.

Lögleiða á svo kallaða neysluskammta allra mögulegra eiturlyfja en þó getur heilbrigðisráðherrann ekki svarað því hvað er neysluskammtur.

Neysluskammtur eins getur verið banabiti annars. Hugsanlega verður miðað við 10 daga birgðir segir ráðherrann.

Takist ríkisstjórninni að koma málinu í gegn kemur upp sú sérkennilega staða að lögreglan getur tekið bjórdós af 18 ára ungmenni en ef sá hinn sami er með 10 poka af kókaíni má ekki einu sinni setja ofan í við hann.

En plastið, það skal bannað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín telur að faraldurinn hafi þjappað Íslendingum saman

Katrín telur að faraldurinn hafi þjappað Íslendingum saman
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 1 viku

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“