fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Eyjan

Ein leið inn, engin leið út – Úrskráningakerfi Valhallar bilað

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 4. júní 2021 11:58

Hart er barist í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem nú stendur yfir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem stendur er ekki hægt að skrá sig rafrænt úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt upplýsingum úr Valhöll er ekki vitað nákvæmlega hvað veldur en verið að að vinna að lausn málsins.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hófst í dag klukkan 11:00. Prófkjörið stendur yfir í dag og á morgun. Þrettán frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu og er kosið um 6-8 efstu sætin.

Fyrirfram var reiknað með mikilli þátttöku og mögulega er það álag á tölvukerfinu sem veldur þessum vandkvæðum.

Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríksiráðherra, sækjast eftir eftir að leiða lista og reiknað er með því að þau muni verma oddvitasætið í sitt hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Innan flokksins er þó talað um að sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í fyrsta sæti sé leiðtogi flokksins í Reykjavík og því eftir miklu að slægjast.

Borið hefur á því að stuðningsmenn frambjóðenda í prófkjörinu hafa beinlínis lofað væntanlegum kjósendum aðstoð við að skrá sig í og úr flokknum til þess að greiða atkvæði í þessu eina prófkjöri, eða einmitt bent á að það sé hægt á einu augabragði. „Í dag er hægt að skrá sig í og úr flokkunum með einum smelli,“ skrifaði Rósa Kristinsdóttir, eiginkona Hersis Arons Ólafssonar, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar í grein sinni þar sem hún hvatti fólk til þess að kjósa Áslaugu Örnu. Sú grein er ekki einsdæmi.

Alþekkt er að skráningum í stjórnmálaflokka fjölgi töluvert í aðdraganda prófkjöra og sjálfsagt ekkert nýtt að því sé lofað að einfalt og fljótlegt sé að skrá sig úr flokknum eftir að fólk hefur kosið í prófkjöri, en ljóst er að einhver bið er á að fólk geti skráð sig úr Sjálfstæðisflokknum.

Uppfært kl 12:00:  Samkvæmt upplýsingum úr Valhöll hafa einhverjar úrskráningar sannarlega skilað sér eftir að prófkjörið hófst. Þó er enn verið að skoða hvað hefur valdið því að einhverjir hafa lent í vandræðum við úrskráningu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Læknar senda Lilju Alfreðs í tímabundið veikindaleyfi

Læknar senda Lilju Alfreðs í tímabundið veikindaleyfi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

„Kerfið ver sig með kjafti og klóm“

„Kerfið ver sig með kjafti og klóm“