fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Brynjar er búinn að gera upp hug sinn

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson endaði í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á dögunum. Sú niðurstaða myndi skila honum 3. sæti í öðru kjördæmanna þar en hann sóttist eftir 2. sæti og þar með oddvitasæti í einu kjördæmanna. Stuttu eftir prófkjörið gaf hann út að hann myndi ekki þiggja sætið.

Margir skoruðu þó á Brynjar að halda áfram en hann á sér marga dygga aðdáendur, þó svo að alls ekki allir séu sammála skoðunum hans. Hann hefur þó áður viðurkennt í viðtölum að hann gæti breytt þessari afstöðu sinni.

Í samtali við Fréttablaðið segir Brynjar að hann hafi tekið ákvörðun og muni birta yfirlýsingu í hádeginu í dag. Það verður spennandi að sjá hvað Brynjar hefur ákveðið en hann lá í baði þegar hann ræddi við Fréttablaðið.

„Það er sér­stakt vegna þess að hann kemur frá Jóa og Gunnu út í bæ sem er ekki hluti af þessu for­réttinda­liði og klíku­liði,“ segir hann. „Bara strákarnir í grunninum sem eru að moka fyrir í Al­þingis­húsinu og vinna í þessu hóteli, jafn­vel ó­reglu­mennirnir á Austur­velli. Það skiptir mig meira máli en margir aðrir í stuðningi,“ segir Brynjar.

Brynjar hafði áður grínast með að opna lögmannsstofu ásamt Sigríði Á. Andersen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem einnig fékk lélega kosningu í prófkjörinu og tilkynnti að hún myndi ekki bjóða sig fram í komandi kosningum. Nafn stofunnar? Jú, Níelsson og Andersen.

Brynjar er góður skákmaður og því mögulegt að hann sé að hugsa nokkra leiki fram í tímann varðandi þingstörf sín, líkt og hann gerir á taflborðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus