fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Brynjar ætlar í framboð

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 11:41

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson ætlar að þiggja 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi þingkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann birti á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

Brynjar sóttist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og þar með öðru oddvitasætinu í kjördæmunum tveimur. 5. sætið var því mikil vonbrigði fyrir hann en hann var líklegast fórnarlamb kosningamaskína Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu. Þau sóttust bæði eftir 1. sætinu en hvorugt þeirra var með Brynjar „á sínum lista“ fyrir prófkjörið.

Brynjar gaf út að hann væri hættur í pólitík daginn eftir prófkjörið en fjöldi fólks var ansi ósátt með þessa ákvörðun hans og hvatti hann í að gefa kost á sér. Hann hefur ákveðið að verða að ósk þeirra.

„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða. Ég er sannfærður um að stefna flokksins sé góð fyrir land og þjóð,“ segir í færslunni. Hann segir að sérfræðingar hafi sannfært hann um að niðurstaða prófkjörsins hafi verið góð fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn