fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
Eyjan

Sakar sveitarstjórn Borgarbyggðar um ofbeldishegðun – „Eiganda Húsafells 1 eru settir afarkostir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Sæmundsson fer hörðum orðum um sveitarstjórn Borgarbyggðar í aðsendri grein á Skessuhorni í dag. Tilefnið er synjun sveitarstjórnarinnar á því að gefa jákvæða umsögn vegna fullgilds rekstrarleyfis fyrir gistihúsið Gamla bæ í landi Húsafells 1. Sveitarstjórnin ber fyrir sig að ekki sé hægt að veita jákvæða umsögn til stuðnings leyfinu vegna þess að lóðin er á landbúnaðarsvæði. Ásgeir bendir hins vegar á að lóðin er skráð sem viðskipta- og þjónustulóð í fasteignaskrá og sveitarfélagið hefur rukkað fasteignagjöld í samræmi við það.

Bendir Ásgeir á að útgefin rekstrarleyfi á svæðinu hafi undanfarið ekki alltaf verið í samræmi við lög. Hann segir ennfremur:

„Eiganda Húsafells 1 eru settir afarkostir af hálfu Borgarbyggðar. Annaðhvort sætti hann sig við óleyfisbyggingar með tilheyrandi ónæði á hlaði Gamla bæjar og Bæjargils eða hann fái ekki rekstrarleyfi. Á þennan hátt er reynt að koma í veg fyrir málsókn eiganda Bæjargils á hendur Borgarbyggð og tug milljóna bótakröfur ef nauðsynlegt verður að færa óleyfisbyggingu til á lóð Bæjargils vegna skipulagsklúðurs Borgarbyggðar. Á því yrði þó aðeins þörf ef Páll hafnar því að skipta bílastæði þannig að aðgengi að Gamla bæ verði tryggt.

Þessi vinnubrögð Borgarbyggðar hafa hleypt nánast frágengnum samningaviðræðum eiganda Húsafells 1 og Bæjargils í uppnám. Þolinmæði eiganda Húsafells 1 er á þrotum eftir að hafa reynt í heilt ár að komast að samkomulagi við Pál og Borgarbyggð þannig að allir aðilar gangi sáttir frá borði.“

DV hefur fengið ábendingar um að hluti af starfsemi fyrirtækisins Ferðaþjónustunnar Húsafelli á svæðinu hafi verið í gangi án tilskilinna leyfa. Gögn sem DV hefur undir höndum sýna að trésmíðaverkstæði, hitaveita, vatnsveita og tjaldsvæði hafa verið rekin án leyfa frá heilbrigðiseftirliti.

Kvartað er undan því að ekki sé gætt jafnræðis. Ásgeir segir í grein sinni:

„Áhugavert er að bera hörku í framkomu Borgarbyggðar gagnvart eiganda Gamla bæ á Húsafelli og vegna starfsemi á Brákarbraut 25-27, saman við vinnubrögð Borgarbyggðar vegna nokkurra fyrirtækja á Húsafelli. Þar er meðal annars starfsemi Ferðaþjónustunnar á Húsafelli. Þá eru vinnubrögð Borgarbyggðar mun mildari. Látið er óátalið að leyfisskyldur rekstur þess fyrirtækis sé án starfsleyfis eins og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands (HEV) hefur staðfest. Þar á meðal vatnsveita og tjaldsvæði. Sótt var um starfsleyfi fyrir ferðaþjónustuna 28. apríl síðastliðinn eftir áratuga rekstur, en leyfi er enn óútgefið að sögn HEV.“

 

Sjá grein Ásgeirs á Skessuhorni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Morgunblaðið gagnrýnir Landspítalann – „Má ekki vera hlut­verk heil­brigðis­kerf­is­ins að vera í áróðurs­starfi“

Morgunblaðið gagnrýnir Landspítalann – „Má ekki vera hlut­verk heil­brigðis­kerf­is­ins að vera í áróðurs­starfi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vinstri menn fljúgast á – Lætur Kjartan og Dag heyra það

Vinstri menn fljúgast á – Lætur Kjartan og Dag heyra það
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Reykjavík vantar samgöngumiðstöð

Björn Jón skrifar: Reykjavík vantar samgöngumiðstöð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Aðalheiður hvetur landsmenn til að elska ferðamenn

Aðalheiður hvetur landsmenn til að elska ferðamenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir stjórnvöld lítið hugsa um verslunarfólk – „Það er ekki annað í stöðunni að við tökum málin í eigin hendur“

Ragnar Þór segir stjórnvöld lítið hugsa um verslunarfólk – „Það er ekki annað í stöðunni að við tökum málin í eigin hendur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur lýsir vanda fjórflokksins – Segir þá fasta í leit að „aðlaðandi hugmyndum, nýrri ímynd, galsa og glimmeri, töff fólki“

Sigmundur lýsir vanda fjórflokksins – Segir þá fasta í leit að „aðlaðandi hugmyndum, nýrri ímynd, galsa og glimmeri, töff fólki“