fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Eyjan

Björn Ingi segir að loforðin með AstraZeneca hafi ekki gengið eftir – „Þetta var því líklega sísti kosturinn sem í boði var“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. júní 2021 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð óánægja ríkir meðal þeirra sem bólusettir voru af bóluefninu AstraZeneca með þau tíðindi að seinni bólusetning með efninu muni frestast fram í næstu viku þar sem efnið barst ekki í tæka tíð til landsins.  Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með bóluefninu. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali við Vísi í morgun.

Einn af þeim sem bólusettur var með AstraZeneca var Covid-sérfræðingurinn og fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson. Hann segir í stuttri færslu á Facebook-síðu sinni að töfin hafi valdið honum vonbrigðum en ekki síður að enn er óvissa um hvort að þeir sem bólusettir séu með efninu fái aðgang að öllum löndum veifi þeir bólusetningavottorði.

„Maður var ekkert allt of hress með það á sínum tíma að fá boð í bólusetningu með Aztra Zeneca vegna margvíslegra frétta utan úr heimi um aukaverkanir, auk þess sem ýmis lönd viðurkenna ekki bóluefnið og langur tími líður milli fyrsta og annars skammts borið saman við önnur efni. Þetta var því líklega sísti kosturinn sem í boði var, en maður treysti Þórólfi og hans fólki og fór, enda mikilvægi bólusetningar gríðarlegt til að verjast heimsfaraldri. Skýrt var tekið fram að þeir sem ekki myndu þiggja AZ færu aftast í röðina. Það er þess vegna svolítið fúlt að fæst af þessu hafi gengið eftir. Reyndin er sú, að þeir sem ekki fóru í AZ fóru ekki aftast í neina röð, heldur eru þeir fyrir löngu komnir með annað bóluefni og jafnvel fullbólusettir, en við erum mörg enn að bíða eftir seinni skammtinum og nú var enn verið að fresta honum þar sem AZ skilar ekki umsömdu magni hingað til lands. Og enn á eftir að koma í ljós hvort t.d. Bandaríkjamenn viðurkenna bólusetningu þeirra sem fengu AZ og hleypa þeim inn í landið,“ segir Björn Ingi.

Færsla Björns Inga fær blendin viðbrögð. Sumir segja færsluna vera óttalegt væl á meðan aðrir eru hjartanlega sammála.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson blandar sér í umræðuna. Hann segist telja að AstraZeneca sé síst lakari bóluefni en hin efnin en biður Björn Inga að huga að tveimur málum þegar næsta bók hans um Covid-faraldurinn líti dagsins ljós.

„Mér segir innanhússfólk hjá Pfizer, að ákveðið hafi verið að selja Íslendingum nóg af bóluefni, og það hafi beðið tilbúið í flug. Á síðustu stundu hafi forráðamönnum Pfizer snúist hugur af tveimur ástæðum. Þeir hafi frétt af neikvæðu tali á Íslandi, m. a. hjá Vilhjálmi Árnasyni prófessor og fleiri siðfræðingum, og þeir hafi óttast viðbrögð Evrópusambandsins, ekki síst Dana. Það hefði verið kjörið fyrir Pfizer að fullbólusetja Íslendinga í janúar og febrúar og sjá, hvað hefði gerst,“ segir Hannes.

Þá segir hann ennfremur að Þórólfur hafi verið saklaus af því að hleypa Eurovisionförum framar í röðina.

„Aðrar heimildir segja mér, að það hafi ekki í raun verið ákvörðun Þórólfs að veita undanþágu, sem enginn annar fékk, fyrir Eurovision farana að fá bólusetningu. Forsetinn, fjármálaráðherrann og við hin fórum öll í okkar röð, sættum okkur öll við reglurnar, sem kynntar höfðu verið. Þórólfur hafi látið Svandísi taka ákvörðunina. Síðan fór svo slysalega, að smit kom upp í hópnum, sem fékk þessa einstæðu undanþágu, sem til dæmis afreksfólki okkar í íþróttum var neitað um,“ skrifar Hannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín segir að meta þurfi stöðuna vegna kórónuveirufaraldursins upp á nýtt

Katrín segir að meta þurfi stöðuna vegna kórónuveirufaraldursins upp á nýtt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Myndin af slagsmálunum vekur úlfúð: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“

Myndin af slagsmálunum vekur úlfúð: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kostnaður við nýja Landspítalann 16,3 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir

Kostnaður við nýja Landspítalann 16,3 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru ástæðurnar fyrir vinsældum Katrínar, að mati Ole – Segir að vinsældir séu ekki alltaf af hinu góða

Þetta eru ástæðurnar fyrir vinsældum Katrínar, að mati Ole – Segir að vinsældir séu ekki alltaf af hinu góða