fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Eyjan

Vara við fordómum gegn atvinnulausum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð hefur borið á ásökunum undanfarið í garð atvinnulausra, þess efnis að fólk á atvinnuleysisbótum hafni vinnu og hafi ekki áhuga á því að fara af bótum. Vinnumálastofnun hefur bent á að slíkt framferði líðist ekki og á undanförnum tveimur mánuðum hefur stofnunin svipt 350 manns bótum fyrir að hafna störfum án fullnægjandi skýringa.

Miðstjórn ASÍ hefur birt ályktun þar sem meiðandi umræða um atvinnuleitendur er hörmuð. Þar er bent á að atvinnuleysi sé í hámarki og þau dæmi sem atvinnurekendur hafa nefnt um fólk sem ekki hefur viljað þiggja vinnu séu undantekningatilvik. ASÍ varar við fordómafullri umræðu um atvinnulausa en ályktunin er svohljóðandi:

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands harmar sleggjudóma í opinberri umræðu um málefni atvinnuleitenda. Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram neikvæð og einhliða. Miðstjórn varar við því að ýtt sé undir fordóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnuleysi.

Miðstjórn ASÍ vísar til fullyrðinga nokkurra atvinnurekenda sem birst hafa í tilteknum fjölmiðlum síðustu daga og rætt um meint áhugaleysi atvinnuleitenda um að þiggja boð um vinnu. Látið er að því liggja að atvinnuleysisbætur séu nú svo háar að þær letji fólk til að taka þau störf sem í boði eru.

Miðstjórnin minnir á að atvinnuleysi er í sögulegu hámarki. Þau dæmi sem hafa verið nefnd og fjölmiðlar hafa gert að fréttaefni heyra til undantekninga og ekki hafa komið fram fullnægjandi skýringar á þeim, hvorki af hálfu atvinnurekenda né Vinnumálastofnunar. Átakið Hefjum störf  hefur nú þegar skilað miklum árangri og fjöldi fólks þegið vinnu á þeim grundvelli. Tal um að atvinnuleysisbætur séu úr hófi fram háar í landinu stenst enga skoðun. Grunnbætur nema 88% af lágmarkstekjutryggingu en á árunum 2006–2010 var það hlutfall á bilinu 90–100%. Tekjufall atvinnulausra í COVID-kreppunni er að jafnaði 37% og því augljós að fólk gerir það ekki að gamni sínu að hafna vinnu.

Miðstjórn ASÍ vekur athygli á því að aðflutt verkafólk er í meirihluta þeirra sem nú eru án atvinnu  og varar við fordómum í garð þessa hóps sem auðveldlega má lesa úr orðum þeirra atvinnurekenda sem fram hafa komið í fjölmiðlum. Forkastanlegt er að veitast með þessum hætti að fólki í sérlega erfiðri og viðkvæmri stöðu.

Miðstjórn ASÍ vekur athygli á skýrum merkjum þess að einstaka atvinnurekendur hyggist hefja rekstur á ný með því að þrýsta niður launum starfsfólks. Miðstjórnin krefst þess að ferðaþjónusta verði ekki endurreist á grundvelli lakari kjara og starfsumhverfis en áður.

Miðstjórn ASÍ minnir á að þeir atvinnurekendur sem nú veitast að atvinnuleitendum hafa um margra mánaða skeið notið margvíslegra opinberra styrkja. Þeir hinir sömu geta nú að auki ráðið starfsfólk með beinum stuðningi. Með öðrum orðum er það almenningur á Íslandi sem haldið hefur fyrirtækjum atvinnurekenda á lífi.

Miðstjórn ASÍ hvetur atvinnurekendur og fjölmiðla til að láta af neikvæðri og beinlínis fordómafullri umfjöllun um atvinnuleitendur. Góðar og gildar ástæður geta verið fyrir því að atvinnuleitandi geti ekki þegið tiltekið starf. Með því að einblína á undantekningar sem kunna að eiga við færri en 2% atvinnuleitenda er dregin upp röng og meiðandi mynd af þeim þúsundum manna sem leita vinnu á Íslandi og hafa loks fengið von um að brátt taki við betri tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína
Eyjan
Fyrir 2 vikum

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“