fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Eyjan

Þess vegna notaði Gunnar ekki ferðagjöfina

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 12:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

31.256 Íslendingar notuðu ekki ferðagjöfina sem stjórnvöld úthlutuðu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Mbl.is fjallaði um málið í gær en Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnefndum Sósíalistaflokksins, birti í dag færslu þar sem hann segist vera einn af þeim sem notuðu ekki ferðagjöfina.

„Ég er einn af þeim,“ segir Gunnar Smári og útskýrir svo hvers vegna hann ákvað að nota ekki gjöfina. „Meðan ríkisstjórnin sinnir engu því fólki sem á ekki fyrir mat fæ ég ég mig ekki til þess að þiggja þessa gjöf. Sem auðvitað er ekki gjöf til mín heldur eigenda veitingastaða, sem ráðherrarnir finna til með þótt þeim sé skítsama um raunveruleg fórnarlömb kórónasamdráttarins, fátækts launafólks á leigumarkaði sem missti vinnuna. Það fólk getur ekki nýtt þess gjöf og er meðal þessa hóps sem ekki þáði gjöfina, vegna þess að til að sækja gjöfina þarftu að eiga efni á að ferðast.“

„Ég er á því að það hafi verið siðlaust“

Gunnar segist heldur ekki hafa sótt um skuldaniðurfærslu í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. „Það var annað dæmi um hvar samkennd ráðherra liggur. Þá var fólki bætt gamalt fall í eigin fé húsnæðis en fórnarlömb húsnæðiskreppunnar, fólkið sem missti húsin sín og þau sem hröktust um að stjórnlausum okurmarkaði leigufélaganna fengu engar bætur,“ segir Gunnar.

Að lokum segist Gunnar vita að hans ákvörðun um að hunsa ferðagjöfina leggji ekki mikið á vogarskálarnar en hann segir gjörðir ráðherranna vera siðlausar. „Þar sem þeir reyna að afla sér vinsælda með því að spreða fé almennings en geta ekki falið andstyggð sína og fordóma gagnvart bjargarlausu og fátæku fólki,“ segir hann.

„Maður breytir ekki heiminum með því (ég reyni samt hér að gera það pínulítið með því að segja frá) og ég tel að þau sem þáðu þessar gjafir hafi ekki brotið neitt af sér. Fyrir utan stjórnmálafólkið á ofurlaununum sem stökk í biðröðina eftir niðurfellingunni. Ég er á því að það hafi verið siðlaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína
Eyjan
Fyrir 2 vikum

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“