fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Eyjan

Staksteinar segja alla aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn vera klúbba sérvitringa – „Pyttirnir leynast víða“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 31. maí 2021 11:42

Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur Staksteina Morgunblaðsins gerir sér í dag mat úr prófkjörum stjórnmálaflokkana sem um þessar mudnir fara fram. Um helgina fóru fram prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi þar sem þátttakan þótti með eindæmum góð. Um 4.500 greiddu atkvæði fyrir sunnan. Mikil og rík hefð er fyrir prófkjörum í Sjálfstæðisflokknum og kraftmikil, og gjarnan kostnaðarsöm, barátta gjarnan háð þar sem hvert atkvæði er dregið á kjörstað.

„Framboðslistar flokkanna fyrir kosningarnar í haust eru hver af öðrum að taka á sig mynd og er hún misjöfn eins og gengur. Aðferðirnar við valið eru líka ólíkar. Sumir halda prófkjör og heppnast þau ýmist vel eða illa. Píratar héldu til dæmis fádæma léleg prófkjör, þar sem þátttaka var sáralítil, jafnvel á þeirra mælikvarða. Þurfti tvær atrennur í einu kjördæminu til að koma henni nægilega vel yfir fjölda frambjóðenda til að ásættanlegt teldist.“

Höfundur snýr sér því næst að prófkjörum Sjálfstæðismanna um nýliðna helgi og ljóst að honum þykir ekki mikil til innri starfs annarra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokksins koma.

„Sjálfstæðisflokkurinn hélt tvö prófkjör um helgina og þar var þátttakan líkari því að stjórnmálaflokkur væri á ferðinni, ekki klúbbur sérvitringa. Þúsundir kusu, ekki tugir eða fáein hundruð.“

Aðrir flokkar, skrifar höfundur, hafa svo ekki fyrir því að „ónáða flokksmenn“ með prófkjörum. „Viðreisn er einn slíkur, en þar var tillögu um prófkjör sérstaklega hafnað, sem var líklega skynsamlegt þar sem ella hefði flokkurinn sennilega lent í svipuðum hremmingum og Píratar,“ skrifar höfundurinn nafnlausi.

Viðreisn stillti upp listum í öllum sínum kjördæmum og tilkynnti nú fyrir helgi listana sína í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Voru þar nokkur kunnugleg nöfn en einnig nöfn sem komu á óvart. Má þar til dæmis nefna Sigmar Guðmundsson, sem vermir annað sæti á lista Viðreisnar í kraganum. Hins vegar vantaði eitt nafn, en Benedikt Jóhannesson hafði tilkynnt að hann vildi inn á þing aftur. Benedikt var boðið heiðurssæti sem hann tók sem móðgun og vildi afsökunarbeiðni. Þeirri bón var ekki svarað. Um það tókust svo Benedikt og meðlimir uppstillingarnefndar hvort að honum hefði verið boðið annað sætið og hvort Benedikt hefði afþakkað það eða ekki.

Staksteinahöfundur gerir sér, líkt og við var að búast, mat úr þessum deilum:

„En þá tókst honum [Viðreisn] að koma sér í aðra klípu, sem átti ekki að vera hægt. Forystu flokksins tókst að móðga stofnandann og koma málum þannig fyrir að hann hafnaði sæti á lista. Ósættið snerist einkum um hvort honum hefði verið boðið annað sætið eða eitthvert annað sæti.

Þetta sýnir að pyttirnir leynast víða þegar kemur að því að raða á lista, en það er ekki þar með sagt að flokksforysta þurfi að detta í þá alla.

Staksteinar er nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu. Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra er ritstjóri blaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína
Eyjan
Fyrir 2 vikum

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“