fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021
Eyjan

Svarar Mogganum fullum hálsi : „Fimmtíu milljarða skattahækkun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 13:45

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gefur lítið fyrir gagnrýni Morgunblaðsins á tillögur flokksins sem kom fram í leiðara blaðsins á föstudag. Hún svarar fullum hálsi í grein sem birtist einmitt hjá Morgunblaðinu í dag.

Í leiðara föstudagsins sagði meðal annars:

„Furðutillaga Viðreisnar um endurupptöku viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu var til umræðu í þinginu í vikunni. Sú umræða var gagnleg þar sem hún dró fram blinda trú Viðreisnar og systurflokksins Samfylkinga á Evrópusambandið, en auðvitað fékk Viðreisn stuðning frá þingmanni systurflokksins í umræðunni.“

Í leiðaranum var tilagan kölluð fjarstæðukennd og var sagt dapurlegt að þingmenn hefðu uppi slíkan málfutning á Alþingi.

Þorgerður segir leiðarann byggja á rangtúlkunum og afbökunum.

„Við lesturinn kom mér helst í hug að ritstjórarnir hefðu ekki séð til sólar í langan tíma. Ekkert var fjallað um kjarnaefni tillagnanna heldur voru rangtúlkanir og afbakanir endurteknar sem virðast orðnar að hugmyndafræði blaðsins og Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum.“

Þorgerður segir tillögur Viðreisnar tvær og feli þær í sig nýja nálgun í ljósi aðstæðna. Skapa þurfi meiri verðmæti í þjóðarbúinu og endurreisa fjárhag ríkissjóðs og í því verkefni þurfi að nýta betur evrópskt samstarf.

Fyrri tillagan, og sú sem er meira aðkallandi, feli í sér að fara í viðræður um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir.

Tvær leiðir séu til að taka á þeim vanda sem blasir við og önnur leiðin sem Viðreisn leggur til segir Þorgerður að muni tryggja stöðugleika og lægri vexti.

Hin leiðin sé sú sem ríkisstjórnin hefur kynnt í fjármálaáætlun, en hún geri ráð fyrir fum fimmtíu milljarða skattahækkun á næsta kjörtímabili.

„Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er sem sagt fimmtíu milljarða skattahækkun. Meginástæðan er óstöðug króna og of lítill hagvöxtur. Þessi tala mun hækka verulega ef fram heldur sem horfir; að verðbólga aukist og vextir hækki.“

Sjálfstæðisflokkur hafi einnig lagt fram frumvarp til að treysta krónuna með því að gefa Seðlabankanum ótakmarkað vald til að setja á viðamikil gjaldeyrishöft „án lýðræðislegrar umræðu. Allir vita af skaðsemi hafta fyrir atvinnulífið.“

„Jafnframt hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt fram frumvarp um skerðingu á lífeyrisréttindum sem knýr niður ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða. Lífeyrisþegar borga brúsann.“

Þetta hafi Morgunblaðið ekkert minnst á.

„Skattahækkanir, höft og skerðing lífeyrisréttinda. Morgunblaðið hefur ekki vikið einu orði að þessum efnahagsráðstöfunum Sjálfstæðisflokksins því blaðið veit að þær ganga ekki upp. Ritstjórarnir ræða ekki kjarnann í tillögum Viðreisnar. Ástæðan er einföld. Geri þeir það verða þeir að bera saman leið Viðreisnar og ríkisstjórnarinnar. Frekar vilja þeir hafa asklok fyrir himin.“

Seinni tillaga Viðreisnar snúi að því að þjóðin fái að ákveða næstu skref, þ.e. hvort hefja eigi viðræður um fulla aðild að Evrópusambandinu. Þorgerður telur að jafnvel hörðustu andstæðingar aðildar ættu að fagna tækifærinu að fá þjóðina í lið með sér. Það eigi að vera þjóðarinnar að taka afstöðu, en ekki ritstjóra Morgunblaðsins.

„Ritstjórar Morgunblaðsins eru á móti eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Það má ekki ræða áskoranir nýs tíma og það má alls ekki færa valdið í svo veigamiklu máli til fólksins í landinu. Þar ráða aðrir hagsmunir för. Framtíðin liggur ekki í ákvörðunum sem teknar eru í lokuðum bakherbergjum á grundvelli sleggjudóma og fyrirmæla ritstjóra Morgunblaðsins. Lýðræðið er einfaldlega sterkara en svo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spáir olíuskorti

Spáir olíuskorti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur: „Hugsið ykkur sorg þessa barns“

Ágúst Ólafur: „Hugsið ykkur sorg þessa barns“