fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ólafur segir áhyggjufulla foreldra hafa komið til sín með bréf frá Reykjavíkurborg – „Viðbrögð þeirra eru skiljanleg“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. maí 2021 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áhyggjufullir foreldrar einhverfs barns sneru sér til mín fyrir skömmu og sýndu mér bréf Reykjavíkurborgar vegna barns sem fætt er árið 2015 og á því að byrja grunnskólagöngu sína í haust.“

Svona hefst pistill sem Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, skrifar en pistillinn birtist á Vísi. Ólafur segir að barnið sem um ræðir hafi ekki fengið skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur. Hann segir að í niðurstöðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins komi fram að barninu sé best borgið í sérdeild fyrir einhverfa.

„Foreldrum barnsins barst svar frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar 21. apríl með eftirfarandi yfirskrift: „Fyrirhuguð synjun umsóknar um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur.“ Í bréfinu kemur fram að sótt hafi verið um fyrir 38 nemendur í sérdeildum en aðeins átta pláss séu til ráðstöfunar,“ segir Ólafur í pistlinum.

„Alla?“

Hann bendir á að það þýði að af 38 nemendum með einhverfu hafi aðeins 8 komið að eða um 21% umsækjenda. „Þetta þýðir að hin 80 prósentin, 30 börn, njóta ekki lögbundins réttar um kennslu við sitt hæfi.“

Þarna vill Ólafur staldra við og taka fram að foreldrarnir sem leituðu til hans voru ekki að sækja um ölmusu eða gjafir í þágu barns síns. „Þau lögðu fram umsókn um lögvarinn rétt barnsins til að fá kennslu við sitt hæfi. Þeim er svarað með tölfræðilegum upplýsingum sem ekkert erindi eiga til þeirra,“ segir hann.

„Heiðarlegra hefði verið af borgaryfirvöldum að segja beint út að þau skeyti ekki um að mæta börnum sem þurfa skólavist í sérhæfðri sérdeild. Lögvarinn réttur barna skipti þau engu máli ekki frekar en lögboðin skylda sveitarfélagsins til að sjá öllum nemendum grunnskóla kennslu við sitt hæfi.“

Ólafur segir að sá sem undirritar bréf borgaryfirvalda vegna málsins beri starfsheitið verkefnastjóri menntunar fyrir alla. Hann bendir á kaldhæðnina í því. „Alla? Nei, bréfið staðfestir að svo er ekki.“

„Frá þeirri skyldu eru engar undantekningar“

Ólafur vill meina að hérna sé um lögbrot að ræða. „Í lögum um grunnskóla segir um rétt nemenda: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfií hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Fyrirhuguð synjun um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur fer í bága við þetta afdráttarlausa ákvæði grunnskólalaga.“

Hann segir að Reykjavíkurborg hafi enga heimild til að synja barninu um skólavist við sitt hæfi. „Reykjavíkurborg ber að lögum að tryggja barninu kennslu við sitt hæfi. Frá þeirri skyldu eru engar undantekningar.“

„Eitt er ljóst“

Ólafur vill að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra svari fyrir þetta. „Menntamálaráðherra verður að gera skýra grein fyrir hvernig staðið er að lögboðnu eftirliti og hvernig sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Þá verður ráðherra að gera grein fyrir aðgerðum sem gripið hefur verið til og þeirra aðgerða sem áformuð eru til að ganga eftir því að sveitarfélög ræki lögboðnar skyldur sínar í þessu efni,“ segir hann í pistlinum.

„Eitt er ljóst: Ekki kemur til greina að einhverf börn beri hallann af vanrækslu sveitarfélags eða ráðuneytis gagnvart lögboðnum rétti þeirra til að njóta kennslu við sitt hæfi. Það er á ábyrgð sveitarfélags, í þessu tilfelli borgarstjórnar Reykjavíkur, og undir eftirliti menntamálaráðherra að börnin njóti lögvarins réttar síns til kennslu við sitt hæfi.“

Reiði og örvænting

Ólafur segir að lokum að foreldrar séu í linnulausri baráttu vegna þessa. „Foreldrar einhverfra barna hafa í fjölmiðlum lýst reiði sinni og örvæntingu. Viðbrögð þeirra eru skiljanleg. Fjöldi umsókna getur ekki hafa komið borgaryfirvöldum á óvart. Börnin hafa undanfarin ár gengið í leikskóla og vitað er um hin einhverfu börn. Samt eru boðin fram átta pláss en þrjátíu börnum skal úthýst,“ segir hann.

„Foreldrar og aðrir vandamenn eiga ekki að þurfa að standa í baráttu fyrir lögvörðum rétti barna sinna. Ákvæði laga um grunnskóla eru skýr: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi. Allir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“