fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilja koma ofbeldiseftirliti á laggirnar í kjölfar #MeToo bylgjunnar – „Kominn tími til opinberra aðgerða“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. maí 2021 14:00

Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

#MeToo bylgja hefur geisað í samfélaginu hér á landi að undanförnu. Bylgjan hófst í kjölfar þess að Sölvi Tryggvason var sakaður um ofbeldi en þá steig mikill fjöldi fólks upp og greindi frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi. Fólk af öllum kynjum sagði frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir en konur voru í miklum meirihluta í hópi þolenda. Þá voru karlar í miklum meirihluta í hópi gerenda í frásögnunum.

Sósíalistaflokkurinn birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem farið er yfir stefnumál flokksins til að koma í veg fyrir ofbeldi. „Eftir marga áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni er kominn tími til opinberra aðgerða. Öllum ætti að vera orðinn ljós sá skaði sem kynbundið ofbeldi hefur valdið, sér í lagi konum og börnum, og að ofbeldið er rótgróið, ríkjandi og kerfisbundið í samfélaginu. Tími vakningar er liðinn og staðreyndir liggja fyrir. Nú þarf aðgerðir,“ segir Sósíalistaflokkurinn.

Þá fer flokkurinn yfir það hvernig hann hyggst ætla að koma í veg fyrir ofbeldi. Eitt af því sem Sósíalistar hér á landi vilja gera er að setja svokallað ofbeldiseftirlit á laggirnar. Ofbeldiseftirlitið mun þá rannsaka eftir ábendingum eða eigin frumkvæði vinnustaði, skóla og opinbera staði.

Ofbeldiseftirlitið mun þá „hafa vald til að bregðast við þar sem sýnt er að ofbeldi og áreitni grasserar, fjarlægja ofbeldismenn, svipta staði starfsleyfi og beita öðrum leiðum til að tryggja starfsfólki, nemum og gestum öryggi“. Eftirlitinu mun bera að einbeita sér sérstaklega að þeim stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.

„Sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun“

Flokkurinn vill líka að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun sem mun sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Stofnunin mun þá þróa rannsóknaraðferðir sem henta brotaþolum og alvarleika málanna, styrkja málarekstur fyrir dómstólum og styðja við brotaþola fyrir og eftir málflutning og á meðan á honum stendur. Brotaþolar munu þá fá gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum.

„Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi. Fulltrúar ofbeldiseftirlits skuli ætíð mæta á vettvang og barnaverndaryfirvöld ef börn eru á heimilinu ásamt viðbragðs- og rannsóknarlögreglu og gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og við aðra opinbera meðferð og eftirmál. Brotaþolar fái viðeigandi meðferð og eftirfylgni vegna ofbeldisins og þeirra áfalla sem því fylgir.“

Vilja fræða alla um málefnið

Sósíalistaflokkurinn vill að námskeið verði þróað fyrir allt starfsfólk sem vinnur með börnum. Námskeiðið á að auka þekkingu á merkjum um ofbeldi gagnvart börnum og hvernig bregðast skuli við. „Gerð verði sú krafa að þeir sem starfi með börnum hafi lokið slíkum námskeiðum.“

Þá vill flokkurinn líka efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. „Fræðslunni er ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila hvort heldur meðvitað eða ómeðvitað og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við.“

Einnig mun flokkurinn gera þá kröfu að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og verða sömu kröfur gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.

Flokkurinn vill fræða nemendur á öllum stigum menntakerfisins um málefnið. „Námsefni um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi verði þróað og innleitt fyrir alla árganga leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þá verði unnið fræðsluefni fyrir allan almenning.“

Þá segir í tilkynningunni að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum sínum. „Greiða skal sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum til þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi og skaða og ekki geta sótt slíkar bætur í einkamálum. Bótanefnd miði við lægri sönnunarkröfu en reyndin er í sakamálum,“ segir flokkurinn.

„Þetta er hlutverk hins opinbera“

Að lokum segir Sósíalistaflokkurinn að það sé hlutverk hins opinbera að koma í veg fyrir þessa ógn.

„Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.

Þetta er hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki