fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bjarni segir að það sé ekki nóg til – Segir slagorð ASÍ á 1. maí vera rangt – „Það vantar 300 milljarða“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 14:50

Bjarni Benediktsson. Skjáskot/Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sé núna að því er haldið fram að það sé nóg til. Það var yfirskriftin í kringum fyrsta maí. Í fjármálaráðuneytinu sé ég að það er alls ekki nóg til. Það vantar 300 milljarða á ári til þess að það sé nóg til. Til þess að verði nóg til þá þarf að auka umsvifin og það þarf að passa upp á það að það verði til verðmæt störf,“ segir Bjarni Benediktsson í viðtali við Markaðinn á Hringbraut í þætti sem sýndur verður  kl. 21 í kvöld.

Fréttablaðið greinir frá viðtalinu. Slagorð 1. maí var „Það er nóg til“ og um það hverfðust ræður verkalýðsforingja á verkalýðsdaginn. Þessu er Bjarni fullkomlega ósammála og segir að allt annar veruleiki blasi við í fjármálaráðuneytinu.

Bjarni segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um hvernig eigi að takast á við efnahagsmálin í kjölfar þeirrar djúpu kreppu sem reið yfir allan heiminn á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins: „Ég held að þetta snúist að verulegu leyti um hvernig við bindum enda á þetta ástand sem við höfum verið að fást við. Höldum áfram að vaxa. Þar held ég að séu að takast á stjórnmálaskoðanir sem annars vega trúa meira á ríkisreksturinn, að við eigum að nota sjóði ríkisins til að jafna hlut allra og halda aftur af þeim sem vilja skara fram úr. Svo hins vegar þeir sem gera minna úr því að sumir nái miklum árangri á alþjóðavísu og vilja halda hér samkeppnishæfu umhverfi, meðal annars í skattalegu tilliti, svo að hjólin haldi áfram að snúast. Það er forsendan fyrir því að við getum risið undir velferðarkerfinu.“

Bjarni bendir á að mörg hundruð milljóna halli sé á ríkissjóði og það þurfi að halda rétt á spöðunum í efnahagsmálunum til að hagvöxtur verði á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt