fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Jóns Ásgeirs fyrir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 09:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka nýtt mál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar til efnismeðferðar. Málið snýst um frávísun Hæstaréttar á máli þeirra en endurupptökunefnd hafði fallist á að það skyldi tekið upp á nýjan leik. Málinu var skotið til Mannréttindadómstólsins 17. nóvember 2019.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að málið varði skattalagabrot sem Jón Ásgeir, Tryggvi og fleiri voru sakfelldir fyrir 2007 og 2012. Þeim var gert að sæta refsingu, greiða sektir og sakarkostnað.

Jón Ásgeir og Tryggi vísuðu málinu til Mannréttindadómstólsins þar sem þeir töldu að brotið hefði verið gegn ákvæði um að ekki megi sækja menn til saka og gera refsingu oftar en einu sinni fyrir sömu háttsemi. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í málinu 2017 og taldi að brotið hefði verið á rétti þeirra með málsmeðferðinni.

Jón Ásgeir og Tryggi óskuðu í kjölfarið eftir endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli þeirra og féllst endurupptökunefnd á það. Hæstiréttur vísaði málinu frá dómi á þeim grunni að skilyrði fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Einnig sagði Hæstiréttur að dómur Mannréttindadómstólsins skuldbindi íslenska ríkið ekki til að tryggja endurupptöku máls, það sé hvorki þjóðréttarlega skuldbundið til þess, né sé ákvæði um slíkt að finna í íslenskum lögum.

Í málinu sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstólnum vísa Jón Ásgeir og Tryggvi aftur til ákvæða um að ekki megi saksækja menn oftar en einu sinni fyrir sama brot. Þeir telja einnig að synjun Hæstaréttar á endurupptöku brjóti gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna