fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
Eyjan

Kolbeinn dregur framboð sitt til baka vegna slæmrar framkomu sinnar við konur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 20:17

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa birst í lokuðum hópum á samfélagsmiðlum ásakanir á hendur Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni VG, um ámælisverða framkomu við konur.

Kolbeinn hefur nú að draga framboð sitt fyrir næstu Alþingiskosningar til baka. Segir hann metoo-umræðu undanfarið hafa vakið sig til umhugsunar.

Kolbeinn fer yfir málið í einlægri færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann lýsir erfiðleikum sínum í samskiptum við konur. Hann segir meðal annars:

„Ég hef í all nokkur ár átt í erfiðleikum með að mynda náin tengsl. Kemur þar ýmislegt til, en í grunninn held ég að undir búi varnarmekanismi. Meðvitað og ómeðvitað er ég svo logandi hræddur við að verða særður að sú tilfinning tekur yfir. Á sama tíma er ég hrifnæmur og þegar við bætist löngun og von til að verða ekki einn, hafa ný sambönd við hitt kynið stundum farið af stað eins og flugeldar. Allt er gott og ég sannfærður um að nú sé ég kominn á þann stað að geta myndað ný og varanleg tengsl.

En svo hef ég rekist á vegg. Það getur verið einhver ákveðinn viðburður sem það kveikir eða bara að eitthvað rennur upp innra með mér. Ég dreg tjöldin fyrir, verð kaldur og fjarlægur og reyni að koma mér í burtu.

Með þessu hef ég komið illa fram við konur. Ég hef gefið til kynna langtímasamband, byggt á heitum og djúpum tilfinningum. Og þær hafa verið það. En svo hleyp ég í felur, brest undan. Hugsa meira um að verja mig mögulegum skaða en það hvernig ég kem fram. Geri það því illa, kem illa fram. Læt konunum líða eins og þær hafi ekki skipt mig máli, sem er kolrangt. Að þær geri það ekki lengur, sem er líka kolrangt. Skríð inn fyrir skelina mína og í öryggið og einmanaleikann þar.“

Kolbeinn lofar metoo-umræðuna í pistli sínum:

„Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdáunarvert að þær geri það og ég vona innilega að gott komi út úr því. Á dögunum var leitað til fagráðs VG með kvartanir vegna hegðunar minnar. Það ferli sem þá fór af stað opnaði augu mín fyrir því að ýmislegt hefur verið ábótavant í minni hegðun. Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Umræða undanfarinna daga hefur hins vegar gert það að verkum að ég hef endurskoðað þá ákvörðun.“

Kolbeinn segist ætla að leggja sig fram um að verða að betri manni en færslu hans má lesa í heild með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/KolbeinnOttarssonProppe/posts/929408837858009

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar íhugar að hætta við að hætta – „Því það geta ekki allir verið á Féló“

Brynjar íhugar að hætta við að hætta – „Því það geta ekki allir verið á Féló“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Króli skorar á Áslaugu Örnu og býður henni húsið sitt – „Þetta er samt aldrei að fara að gerast“

Króli skorar á Áslaugu Örnu og býður henni húsið sitt – „Þetta er samt aldrei að fara að gerast“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Staðan gjörbreytt í prófkjöri Sjálfstæðismanna – Brynjar hrynur niður listann

Staðan gjörbreytt í prófkjöri Sjálfstæðismanna – Brynjar hrynur niður listann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur bíður með sigurdansinn – „Nóttin er ung“

Guðlaugur bíður með sigurdansinn – „Nóttin er ung“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum – „Ákaflega dapurt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið“

Segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum – „Ákaflega dapurt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Drífa skýtur aftur á PLAY – „Í því felst mikil vanvirðing“

Drífa skýtur aftur á PLAY – „Í því felst mikil vanvirðing“