fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Eyjan

Ráðherra hjólar í Viðreisn – „Margir héldu eflaust að um snemmbúið aprílgabb væri að ræða“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 12:00

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kallar þingsályktunartillögu Viðreisnar um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu aprílgabb. Hann ritar grein um þetta í Morgunblaðinu.

Viðreisn lagði tillöguna fram í lok mars og þar var lagt fram að aðild að ESB yrði lögð í þjóðaratkvæðisgreiðslu eigi síðar en í janúar 2022.

„Margir héldu eflaust að um snemmbúið aprílgabb væri að ræða þegar greint var frá því á síðasta degi marsmánaðar að þingflokkur Viðreisnar hefði lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu,“ skrifar Guðlaugur sem gefur lítið fyrir uppátækið.

Guðlaugur bendir á að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) hafi þjónað hagsmunum Íslands vel í rúman aldarfjórðung. Með honum fáum við margt það besta sem fylgir aðild að Evrópusambandinu án þess að binda hendur okkar um of þegar kemur að vissum samstarfssviðum sambandsins.

„Ef EES-samningsins nyti ekki við ættu sjónarmið þeirra sem ólmir vilja inn í tollabandalagið greiðari leið að íslensku þjóðinni. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að ESB-sinnar hér á landi hafa með þaulskipulögðum hætti reynt að grafa undan EES-samningnum á undanförnum árum.“

Guðlaugur segir dæmi um rangfærslur ESB-sinna vera meðal annars fullyrðingar um að Ísland sé svo gott sem í Evrópusambandinu með aðild að EES nema geti ekki haft bein áhrif á mótun löggjafarinnra.

„Nýjasta útfærslan af þessari röksemd er kölluð „aukaaðild að Evrópusambandinu“ í greinargerð sem fylgir aprílgabbi Viðreisnar.“

Guðlaugur segir að á fyrsta ári hans í embætti hafi hann látið gera úttekt á þessu og sú úttekt hafi sýnt fram á að Íslendingar hefðu frá 1994 til 2016 aðeins þurft að innleiða 13,4 prósent þess sem ESB samþykkti á því tímabili og þetta hlutfall hafi lítið breyst síðan.

„Því hefur einnig verið haldið fram að undir EES-samninginn falli öll helstu málefnasvið ESB og við séum því eins og áhrifalaust aðildarríki að sambandinu. Þetta er líka fullkomlega rangt.“

Þar segir Guðlaugur mestu máli skipta að Ísland sé ekki hluti af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sem enginn geti lengur mælt bót. Eins séum við laus við ESB þegar kemur að landbúnaði og dreifbýlisþróun, skattamálum, gjaldmiðlissamstarfi, byggðastefnu, réttarvörslu, dóms- og innanríkismálum, tollabandalagi, utanríkistengslum, öryggis- og varnarmálum, fjárhagslegu eftirliti, framlagsmálum og stofnunum.

Með inngöngu í ESB þyrftum við að innleiða 100 prósent af ESB-gerðum í stað 13,4 prósenta.

„Staðreyndin er sú að við erum aðilar að sérsniðnum samningi sem hentar íslenskum hagsmunum ákaflega vel og gerir um leið að verkum að engin þörf er á inngöngu í tollabandalag ESB-ríkjanna.“

Guðlaugur bætir við að með ESB-aðild myndi verð á mörgum vörum og þjónustu hér á landi hækka.  Viðreisn beri því við að vegna heimsfaraldurs COVID þurfi að nýta öll úrræði til að örva nýsköpun, efla viðskipti og styrkja hagvöxt. En að mati Guðlaugs tryggi EES-samningurinn okkur allt það besta sem er upp úr ESB að hafa án þess að við þurfum að axla allar þær ábyrgðir sem fullri aðild fylgja.

„Hver skyldi annars hinn mikli hagvöxtur vera á evrusvæðinu? Jú, heil 1,27% árið 2019 og 1,84% 2018!“

Guðlaugur er því feginn að enginn hljóp snemmbúið aprílgabb Viðreisnar.

„Snemmbúið aprílgabb Viðreisnar á það sem betur fer sameiginlegt með flestum slíkum blekkingum að þegar undrunin er liðin hjá þá er yfirleitt þægileg tilfinning að sjá að veruleikinn og staðreyndir segja allt aðra sögu.“

Tillagan getur þó varla hafa komið Guðlaugu of mikið á óvart þar sem Viðreisn á rætur að rekja til Evrópusinnaðra Sjálfstæðismanna. Kjörtímabilið er að renna á enda og því ekki óeðlilegt að flokkurinn taki upp á því að leggja fram þingsályktunartillögu til að ítreka afstöðu sína til ESB-aðildar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Þrjú smit í gær
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Dómari tekur til máls

Dómari tekur til máls
Eyjan
Fyrir 1 viku

Play ætlar ekki að sigra heiminn – Lítið flugfélag sem á að skila góðri afkomu

Play ætlar ekki að sigra heiminn – Lítið flugfélag sem á að skila góðri afkomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum