fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Framsóknarmenn leggja fram frumvarp varðandi breytingar á áfengislögum

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 3. apríl 2021 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar, hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum sem varða áfengi, ásamt fleiri þingmönnum Framsóknar.

Helstu breytingarnar sem koma fram í frumvarpinu eru heimild til smásölu á framleiðslustað smærri áfengisframleiðenda, það er framleiðendur á öli og sterku áfengi, sem og afsláttur af áfengisgjöldum.

Markmið frumvarpsins er að auka við stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðenda og auka samkeppnishæfni þeirra, en mikil gróska hefur verið í greininni undanfarin ár. Þá sérstaklega á landsbyggðinni. Einnig er frumvarpinu ætlað að stuðla að frekari atvinnutækifærum til að mynda innan ferðaþjónustunnar.

Fram kemur í greinargerð að sambærileg löggjöf nágrannaríkja Íslands var höfð til hliðsjónar við gerð frumvarpsins og eru báðar aðferðir, það er afsláttur af áfengisgjöldum og leyfi til smærri framleiðenda fyrir sölu á framleiðslustað, viðurkenndar til að auka samkeppnishæfni smærri innlendra áfengisframleiðenda á markaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ræða Þorbjargar á Alþingi vekur athygli og furðu – Hvatti fólk til að „ferðast í svefnherberginu“ og eignast börn

Ræða Þorbjargar á Alþingi vekur athygli og furðu – Hvatti fólk til að „ferðast í svefnherberginu“ og eignast börn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Yfirgefur borgarstjórn og tekur við sem framkvæmdastjóri

Yfirgefur borgarstjórn og tekur við sem framkvæmdastjóri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður Miðflokks líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við faraldurinn – „Dettur mér helst í hug svartur strútur“

Þingmaður Miðflokks líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við faraldurinn – „Dettur mér helst í hug svartur strútur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karen Kjartansdóttir hætt hjá Samfylkingunni – „Takk elsku Karen fyrir allt“ 

Karen Kjartansdóttir hætt hjá Samfylkingunni – „Takk elsku Karen fyrir allt“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Velferðarnefnd fékk gögn varðandi sóttkvíarhótelmálið afhent – Engin lögfræðileg greining

Velferðarnefnd fékk gögn varðandi sóttkvíarhótelmálið afhent – Engin lögfræðileg greining