fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Björn ætlar að kæra sjálfan sig til siðanefndar Alþingis

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 3. apríl 2021 12:00

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ætla að kæra sjálfan sig fyrir ummæli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag og í Morgunblaðinu. Hann segist vita að ummælin stangast á við siðareglur Alþingis en ummælin sem um ræðir eru um Ásmund Friðriksson og aksturskostnað hans.

Í grein Björns í Morgunblaðinu segir hann siðareglur Alþingis vera reglur sem hann vill fara eftir og þess vegna hafi hann skrifað undir að hann myndi fara eftir þeim. Hann hafi ekki tekið þátt í að semja þær fyrir fimm árum en hann sé sammála þeim.

„Þess vegna tel ég nauðsyn­legt að segja að það er rök­studd­ur grun­ur um að Ásmund­ur Friðriks­son hafi dregið að sér fé, al­manna­fé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efn­is að það sé verið að setja á fót rann­sókn í þeim efn­um. Ég segi þetta þrátt fyr­ir að ég viti að þessi um­mæli hafi verið sögð brjóta gegn siðaregl­um alþing­is­manna – vegna þess að um­mæl­in voru og eru rök­studd; af viður­kenn­ingu Ásmund­ar í Kast­ljósi og síðar með end­ur­greiðslu á um­rædd­um akst­urs­greiðslum,“ segir Björn en bendir á að hann hefur ekki aðgang að neinum öðrum gögnum en þeim sem hafa birst opinberlega í fyrirspurnum hans til þingforseta en Björn er þekktur fyrir að vera fyrirspurnakóngur Alþingis.

Í maí 2019 komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingis með ummælum sínum um aksturskostnað Ásmundar Friðrikssonar. Björn var sömuleiðis kærður fyrir orð sín en að mati siðanefndar braut hann engar reglur. Orð Þórhildar voru:

„Við sjáum það að ráð­herrar þjóð­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­um, þing­menn þjóð­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­um. Nú er uppi rök­studdur grunur um það að Ásmundur Frið­riks­son hafi dregið að sér fé, almanna­fé, og við erum ekki að sjá við­brögð þess efnis að það sé verið að segja á fót rann­sókn á þessum efn­um.“

Að sögn Björns er niðurstaða siðanefndar röng.

„Siðaregl­ur eru al­menn viðmið um hegðun og tján­ingu. En ef túlk­un þeirra bygg­ist hins veg­ar á bók­stafn­um en ekki sam­hengi glat­ast hæðni og staðreynd­ir. Þannig verða til regl­ur sem eru notaðar til þess að siða aðra til og ganga á stjórn­ar­skrár­bund­in rétt­indi þeirra,“

Hann lét sér ekki nægja að einungis skrifa í Morgunblaðið og bætti við ummælum á Facebook-síðu sinni. Hann ræðir þar um dómana sem féllu hjá siðanefnd Alþingis vegna orða hans og Þórhildar.

„Spurningin er einföld, er eðlilegt að rökstudd ummæli – með vísun í játningu og viðurkenningu á vafasömum aksturskostnaði sé brot á siðareglum? Á sama tíma og það er sagt að ekkert vafasamt hafi átt sér stað er kostnaðurinn samt endurgreiddur og Sunna sögð brjóta siðareglur fyrir að benda á á nýju föt keisarans,“ segir Björn

Hann bendir á að mál þetta snúist ekki um Ásmund heldur um siðanefndirnar og “þann hættulega stað þar sem siðareglur eru orðnar að reglum fyrir valdhafa til þess að siða aðra.“

Að lokum segir hann að það þurfi ekki að kæra ummæli hans til siðanefndar þar sem hann ætli að gera það sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki