fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bæjarfulltrúaslagur í Garðabænum – „Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 19:30

Myndir/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun birtist pistill eftir Söru Dögg Svanhildardóttur, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Garðabæ, á Vísi en pistillinn fjallaði um langa biðlista eftir leikskólaplássi í Garðabæ. „Biðlistar á leikskólum Garðabæjar eru staðreynd. Hversu óþægilegt sem það er fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar sem hafa haft uppi metnaðarfull loforð fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur,“ skrifar Sara í upphafi pistilsins.

„Undanfarin ár hefur meirihlutinn hins vegar ítrekað misreiknað sig í áætlunum um íbúafjölgun komandi árs. Og af því að Sjálfstæðismenn reikna ekki rétt, hefur sveitarfélagið ekki getað undirbúið sig, þannig að sómi sé af, fyrir að taka á móti nýjum bæjarbúum.“

Sara kemur svo með tölur og upplýsingar varðandi leikskólabörnin. „104 börn sem eru fædd árið 2019 eða fyrr eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Foreldrar 274 barna fædd árið 2020 bíða svo haustsins til að sjá hve mörg pláss losna en hafa enga tryggingu fyrir því að biðlistinn styttist,“ segir hún.

„Þá fyrst er ákveðið að koma fyrir færanlegum skólastofum við Sunnuhvol til að bregðast við skorti á leikskólaplássum í Garðabæ. Við vitum þó ekki hvenær skólastofurnar verða tilbúnar. Biðlistarnir eru fyrirsjáanlegur vandi og færanlegu skólastofurnar lausn sem við í Garðabæjarlistanum lögðum til síðasta haust. En meirihlutinn sá ekki vandann þá. Í stað þess að búa til leikskólapláss var búinn til leikskólabiðlisti.“

„Þetta er rangt“

Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs í Garðabæ, var ekki lengi að birta svar sitt við pistli Söru en hún gerir það einnig í pistli á Vísi. Pistill Söru ber yfirirskriftina „Börnin bíða í Garðabæ“ en pistill Áslaugar bar yfirskriftina „Börnin búa betur í Garðabæ“.

Áslaug er ekki sátt við pistil Söru. „Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Til þess þarf hún að vera málefnaleg og byggð á staðreyndum. Rangfærslur og lygar má ekki klæða í búning gagnrýninnar umræðu til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri,“ segir hún í upphafi pistilsins.

„Því miður er slíkt þó algengt í pólitík og þegar það er stundað blasir við okkur ódýr og aum pólitík. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðabæjar hélt oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, því fram að það vanti 300 rými fyrir leikskólabörn í Garðabæ á þessu ári. Hún hélt því líka fram að börn fædd árið 2019 væru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur.“

„Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi“

Áslaug vill meina að staðan í Garðabænum sé mun betri en í öðrum sveitarfélögum í grenndinni. „Nágrannasveitarfélögin eru að bjóða 15 til 20 mánaða gömlum börnum leikskólavist í haust. Reykjavík sker sig úr, þar fer inntaka eftir hverfum og er staðan í nokkrum hverfum Reykjavíkur mjög slæm þar sem tveggja ára börn eru enn ekki komin inn á leikskóla,“ segir hún.

„Hér í Garðabæ er staðan önnur. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og sú stefna er óbreytt. Tólf mánaða börn munu komast inn í leikskóla í Garðabæ í haust. Þau sem eru yngri og fædd 2020 fá svör á næstu vikum.“

Að lokum segir Áslaug að málflutningur Söru sé ómálefnalegur og einfaldlega rangur. „Það er ábyrgðarhluti að vera kjörinn fulltrúi og stíga fram með slíkar staðreyndavillur. Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi hjá barnafjölskyldum í bænum og er þeim hreint alls ekki bjóðandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus