fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Eyjan

Þingmaður Framsóknar skorar á Svandísi

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 17:30

Halla Signý (t.v.) og Svandís (t.h.)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segist styðja reglugerð Svandísar um sóttvarnarhúsin en segir það vanta bráðabirgðar lagaákvæði.„Ég hef verið þeirra skoðunar að mikilvægt sé að skjóta lagastoð undir reglugerð um sóttvarnarhúsin sem skyldar alla sem ferðast til landsins í sóttvarnarhús. Hinsvegar hefur ekki náðst samstaða innan ríkisstjórnarinnar um það og ekki heldur innan velferðarnefndar sem ég sit í,“ segir Halla en í velferðarnefnd Alþingis sitja ásamt Höllu, Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar.

„Í gegnum þennan faraldur höfum við fylgt eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda með eftirtektarverðum árangri og því er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi þær lagastoðir fyrir þeim aðgerðum sem hann telur mikilvægar til að tryggja líf og heilsu okkar. Það er því okkar löggjafans að tryggja þessa lagastoð, svo lengi sem við gætum meðalhófs. Það skiptir máli að fólk hér geti notið góðs að þeim góða árangri sem náðst hefur í sóttvörnum innanlands,“ segir hún og skorar á Svandísi að leggja fram bráðabirgðar lagaákvæði sem nær utan um tillögur sóttvarnalæknis.

„Tilgangurinn helgar meðalið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Dómari tekur til máls

Dómari tekur til máls
Eyjan
Fyrir 1 viku

Play ætlar ekki að sigra heiminn – Lítið flugfélag sem á að skila góðri afkomu

Play ætlar ekki að sigra heiminn – Lítið flugfélag sem á að skila góðri afkomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum