fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Eyjan

Jón lætur Kára heyra það – Segir Loga vera „ofurpopúlista“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 16:10

Kári Stefánsson (t.v.), Jón Magnússon (t.m.) og Logi Einarsson (t.h.)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrum alþingismaður, var lögmaður konu sem skikkuð var í sóttvarnarhús eftir komu til landsins erlendis frá. Reglugerðin sem neyddi konuna í að dvelja í húsinu var úrskurðuð ólögmæt í héraðsdómi.

Reglugerðin er ólögmæt vegna skorts á fullnægjandi lagastoð stjórnvalda til að skikka fólk til að dvelja í sóttvarnarhúsi frekar en heima hjá sér. Fólk sem kemur til landsins frá hááhættusvæðum má því halda sóttkví í heimahúsi. Kári Stefánsson segir þessa ákvörðun héraðsdóms vera ein af ástæðunum fyrir fjölgun smita hér í landi en Jón er alls ekki sammála honum. Hann ræðir um Kára í pistil á bloggsíðu sinni í dag.

Jón vill meina að dómarinn sem dæmdi í málinu hafi ekki gert neitt annað en gætt starfsskyldum sínum og dæmt eftir lögum. Sama segir hann um lögmennina sem ráku málið fyrir aðra aðila. Þeir hafi bara verið að gegna starfsskyldum sínum og ráku málin samkvæmt bestu þekkingu.

„Það er því dapurlegt að heyra brigslyrði af vörum landsstjórans Kára Stefánssonar um vesalings litla einmana dómarann þegar verið er að fjalla um slæm hópsmit sem komið er upp og ekki sér fyrir nú hvernig reiðir af. Þau hópsmit hafa ekkert með úrskurð héraðsdóms að gera. Þau eru til komin vegna aðila sem kom til landsins áður en reglugerðin tók gildi. Forsætisráðherra staðfestir þetta. Sama hefur sóttvarnarlæknir gert. Svo notuð séu brigslyrði í umræðunni þá liggur fyrir að hvorki einmana dómaranum né hinum ofurgráðugu lögmönnum verður um kennt,“ segir Jón og segir Kára þurfa að gæta að orsökum og afleiðingu í umræðu sinni.

Hann segir það ekki vera dómaranum að kenna að ekki sé hægt að gæta fullnægjandi varna á landamærunum heldur snúist málið um það að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ekki sett lögmætar reglur.

„Sökin liggur alfarið hjá henni. Vilji einhver vera með köpuryrði í garð einhvers, þá væri réttast að beina þeim að þeim aðila sem ábyrgðina ber, en ekki þeim sem eru að framfylgja lögum í landinu. Ef tryggja á góðar varnir á landamærunum þá dugar ekki að glæpamannavæða alla sem hingað koma heldur beita viðurlögum sem koma í veg fyrir að fólk þori að brjóta sóttkví. Það er aðalatriðið og þar skortir á, að stjórnvöld hafi gætt skyldu sinnar,“ segir Jón áður en hann snýr sér að Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar.

„Svo geta strandkapteinar eins og formaður Samfylkingarinnar eins og aðrir ofurpópúlistar á Alþingi reynt að fiska í gruggugu vatni, en það leysir ekki neinn vanda,“ segir Jón en setur orð sín ekki í samhengi en líklegt er að hann sé að tala um drög af frumvarpi sem flokkurinn segist vera tilbúinn með. Frumvarp þetta er byggt á tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Markalaust á Villa Park
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vala segir fjölmiðla svipta íslenskuna fegurð sinni og þokka – „Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera“

Vala segir fjölmiðla svipta íslenskuna fegurð sinni og þokka – „Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Jóns Ásgeirs fyrir

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Jóns Ásgeirs fyrir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Dómari tekur til máls
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar segir RÚV og Blaðamannafélagið berjast gegn tjáningarfrelsi

Brynjar segir RÚV og Blaðamannafélagið berjast gegn tjáningarfrelsi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur hjólar í Drífu – „Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu“

Vilhjálmur hjólar í Drífu – „Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu“