fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Eyjan

Orðið á götunni: Hvíslað um möguleg kaup Íslands á AstraZeneca birgðum Dana – 200 þúsund skammtar safna ryki

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 18:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag tilkynntu Danir að þeir væru hættir að sprauta danska þegna með bóluefninu AstraZeneca við Covid-19. Mikið er skrafað um hvort raunverulegur möguleiki sé fyrir íslenska ríkið að kaupa þessa skammta.

Kom þá fram á blaðamannafundi danskra heilbrigðisyfirvalda fyrr í dag að dönsk stjórnvöld ættu 200 þúsund skammta af efninu, sem þá myndi duga fyrir eitt hundrað þúsund einstaklinga. Af þeim skömmtum renna tugir þúsundir skammta út í júní.

Þórólfur Guðnason sagði í dag að íslensk heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir, sem hefur yfirumsjón með bólusetningum og bóluefnakaupum hér á landi, hygðust „halda sinni stefnu,“ þrátt fyrir ákvörðun stjórnvalda í Kaupmannahöfn.

Danir gáfu þá skýringu á ákvörðun sinni að þeir þyrftu ekki á bóluefninu að halda. Þeir hafa þegar bólusett yfir eina milljón íbúa og staðan á faraldrinum væri góð. Dönsk/norsk rannsókn hefði sýnt að líkurnar á að fá blóðtappa væru 1:40.000 og að undir núverandi kringumstæðum væri það ekki ásættanlegt hlutfall. Kom þá fram að ef staðan væri alvarlegri á faraldrinum, myndu stjórnvöld ekki hika við að nota bóluefnið.

Ljóst er að sumir hugsuðu sér gott til glóðarinnar um leið og þær fréttir bárust, og er nú um það rætt að íslensk stjórnvöld ættu að skoða hvort möguleiki sé á að kaupa bóluefnið af danska ríkinu.

DV sendi fyrirspurnir um málið vítt og breitt um „kerfið.“ Landlæknir vísaði á heilbrigðisráðuneytið. Sömuleiðis utanríkisráðuneytið. Hjá heilbrigðisráðuneytinu svöruðu hvorki Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, né Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir og núverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.

Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins sagði þó í samtali við blaðamann DV að stjórnvöld hefðu ekki haft frumkvæði að því að kanna hvort hægt yrði að kaupa bóluefnið sem nú safnar ryki í dönskum kæligeymslum.

Heimildir DV innan kerfisins hafa þó sagt að ef stjórnvöld færu af stað í þá vegferð yrði ekkert gefið út um það fyrr en vitað yrði hvort af slíkum gjörningi gæti orðið. Rökin fyrir því væru að forða þjóðinni frá öðru eins uppþoti og varð í kringum Pfizer tilraunina.

Heimildir DV herma að það sé vissulega verið að ræða möguleikan á að kaupa bóluefnið og einnig hafi verið horft til Noregs þar sem svipuð staða er og í Danmörku. Þessu mun þó enginn anda út úr sér nema að samningar séu í höfn sem er alls ekki staðan.

Færu Íslendingar af stað í slíka vegferð yrði íslenska ríkið í samkeppni við aðrar evrópskar þjóðir, hið minnsta Tékka og Letta, ef marka má fréttir TV2 í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svarar Mogganum fullum hálsi : „Fimmtíu milljarða skattahækkun“

Svarar Mogganum fullum hálsi : „Fimmtíu milljarða skattahækkun“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Vondir embættismenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikil óvissa í efnahagslífinu – Hvað gerist í sumar?

Mikil óvissa í efnahagslífinu – Hvað gerist í sumar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur segir áhyggjufulla foreldra hafa komið til sín með bréf frá Reykjavíkurborg – „Viðbrögð þeirra eru skiljanleg“

Ólafur segir áhyggjufulla foreldra hafa komið til sín með bréf frá Reykjavíkurborg – „Viðbrögð þeirra eru skiljanleg“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Milljarðaplan ríkisstjórnarinnar kynnt – „Við erum að komast í gegnum þetta“ segir Ásmundur

Milljarðaplan ríkisstjórnarinnar kynnt – „Við erum að komast í gegnum þetta“ segir Ásmundur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Smáhýsin í Gufunesi kostuðu 33 milljónir hvert

Smáhýsin í Gufunesi kostuðu 33 milljónir hvert