fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Eyjan

Kolbeinn fær sparkið – Vinstri græn hafna þingmanni í forvali

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 20:00

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

10.-12. apríl fór fram rafrænt forval hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi. Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í komandi alþingiskosningum.

Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri mun skipa fyrsta sæti listans, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, skipar annað sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra Vinstri grænna, skipar það þriðja.

Það vekur mikla athygli að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, nær aðeins fjórða sæti á listanum og Róbert Marshall, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, kemst ekki á lista.

Kolbeinn hefur setið á þingi síðan árið 2016 og er varaformaður þingflokks Vinstri grænna. Hann er einnig með sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Atkvæði skiptust svo:

1. sæti  Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 

2. sæti  Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti

3. sæti  Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti

4. sæti  Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti

5. sæti  Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti

Alls greiddu 456 manns atkvæði og var kjörsókn 68%. Auðir seðlar voru sex talsins og ekkert atkvæði var ógilt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum
Dómari tekur til máls
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar segir RÚV og Blaðamannafélagið berjast gegn tjáningarfrelsi

Brynjar segir RÚV og Blaðamannafélagið berjast gegn tjáningarfrelsi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur hjólar í Drífu – „Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu“

Vilhjálmur hjólar í Drífu – „Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikil óvissa í efnahagslífinu – Hvað gerist í sumar?

Mikil óvissa í efnahagslífinu – Hvað gerist í sumar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur segir áhyggjufulla foreldra hafa komið til sín með bréf frá Reykjavíkurborg – „Viðbrögð þeirra eru skiljanleg“

Ólafur segir áhyggjufulla foreldra hafa komið til sín með bréf frá Reykjavíkurborg – „Viðbrögð þeirra eru skiljanleg“