fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Mögulegt stjórnarsamstarf teiknað upp í Silfrinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 12:24

Silfrið í dag. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar til næstu Alþingiskosninga, segir að Samfylkingin útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn eftir næstu kosningar. Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í dag.

Jóhann segist trúa á grunngildi norrænnar jafnaðarmennsku og hann vilji að markaðurinn virki í þágu fjöldans. Einnig benti hann á að núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefði sýnt miklu meiri forystu í loftslagsmálum en ríkisstjórnin. Aðrir meintir vinstri flokkar, t.d. VG, yrðu hins vegar að gera upp við sig hvar þeir standa og sagði Jóhann að VG hefði ekki staðið undir nafni sem vinstri flokkur undanfarið.

Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum var Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. Hún sagðist ekki eiga samleið með neinum flokki í dag, ekki heldur Pírötum sem hún sagði að hefðu fjarlægst mjög fyrri stefnumál sín og væru farnir að líkjast mest Samfylkingunni. Áherslumálin sem Píratar hefðu lagt áherslu á í byrjun, sem snerust um lýðræði á stafrænum tímum, hefðu lent mjög aftarlega hjá flokknum í seinni tíð. Áður hefði verið innanborðs fólk með mikla tækniþekkingu sem hafði djúpan skilning á þeim lýðræðisspurningum sem tækniþróunin vekur.

Birgitta kallaði eftir því að flokkar stilltu sig saman fyrir kosningar eins og víða í Skandinavíu og létu kjósendur vita með hverjum þeir ætluðu að vinna eftir kosningar og að hverju þeir ætluðu að starfa. Annars væri bara hægt að lofa hverju sem er.

Bergþór telur vinstri stjórn hafa teiknast upp

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að vinstra stjórnarsamstarf, áþekkt borgarstjórnarmeirihlutanum, hafi teiknast upp fyrir löngu. Í slíkri stjórn væru Samfylkingin, VG, Píratar og Viðreisn. Honum hugnist betur stjórnarsamstarf frá miðju til hægri, með Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Viðreisn.

Bergþór og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sögðu að mikilvægasta verkefnið núna væri að huga að viðspyrnu eftir kórónukreppuna. Við værum í svikalogni þar sem þjóðin lifði á lánum í augnablikinu. „Við framfleytum okkur á skuldsetningu, það mun ekki ganga til lengdar, við þurfum framleiðniaukningu, hvernig ætlum við að endurheimta tekjurnar,“ sagði Eyþór.

Bæði Eyþór og Bergþór voru gagnrýnir á stefnu stjórnvalda í bólusetningarmálum og töldu brýnt að Ísland leitaði leiða til að afla bóluefna utan við samflot með ESB, án þess að rjúfa þá samninga um kaup á bóluefnum sem þegar hafa verið gerðir.

Jóhann sagðist ekki vilja búa í samfélagi þar sem byrðunum af kórónuveirukreppunni væri skellt á þá sem minnst mega sín. Hann lagði áherslu á jafnari tekjudreifingu á meðan Eyþór og Bergþór sögðu brýnast að stækka kökuna og auka aftur þjóðartekjurnar.

Aðspurður sagði Eyþór að hann heldi að núverandi stjórnarflokkar ættu að halda samstarfi sínu áfram ef stjórnin heldur velli í kosningunum í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki