fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Ingi aftur í forsætisráðherrastólinn

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. mars 2021 13:41

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta DV fjallar Björn Jón Bragason um mögulegt stjórnarsamstarf að loknum alþingiskosningum í ljósi nýjustu kannana en nánast allir þeir kostir sem nefndir eru gera ráð fyrir að Framsóknarflokkur verði innanborðs. Sigurður Ingi Jóhannsson mun líklega geta samið til vinstri og hægri. Grípum niður í pistil Björns Jóns:

„Sigurður Ingi gæti líka allt eins hugsað sér að horfa til vinstri þar sem hann gæti með réttu gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Vinstristjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hefði nauman meirihluta sé tekið mið af áðurnefndri könnun eða 32 menn. Gleymum ekki að Sigurður Ingi er fyrrverandi forsætisráðherra, hefur þegið stórkross fálkaorðunnar og hitt Obama í Hvíta húsinu. Þess eru líka nokkur dæmi að forsætisráðherrastóllinn hafi hlotnast Framsóknarflokknum þrátt fyrir lítið fylgi. Flokkurinn galt afhroð í alþingiskosningunum 1978 sem dæmi – varð minnstur þingflokka en Ólafur Jóhannesson, formaður flokksins, engu að síður forsætisráðherra í skammlífri vinstristjórn sem mynduð var í kjölfarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt