fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Nýjar vendingar í Ásmundarsalsmálinu – Píratar klagaðir til forseta Alþingis – „Fullkominn trúnaðarbrestur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. mars 2021 11:00

Jón Þór og Andrés Ingi, samsett mynd. Mynd/Anton Brink Andrés Ingi Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Pírata, Jón Þór Ólafsson og Andrés Ingi Jónsson eru sakaðir um trúnaðarbrest og útúrsnúning eftir að þeir greindu opinberlega frá því sem fram fór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um símtal Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag.

Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins. Morgunblaðið kveðst hafa heimildir fyrir því að nefndarmenn hafi leitað til forseta Alþingis og líklegt sé að málið verði tekið um í forsætisnefnd þingsins.

Talaði um fundinn í viðtali

Jón Þór Ólafsson upplýsti í viðtali við RÚV á miðvikudag að nýjar upplýsingar hefði komið fram á fundi nefndarinnar með Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. En Halla var kölluð á fundinn til að svara fyrir símtalið.

Greint var frá því á aðfangadag að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði verið viðstaddur meint sóttvarnarbrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu og varð það tilefni tveggja símtala Áslaugar, en grunur hefur vaknað að með símtölunum hafi hún reynt að hafa óeðlileg afskipti af málinu. Áslaug hefur þó vísað þeim grun á bug, og segir símtölin hafa átt sér eðlilegar skýringar.

Jón Þór sagði við RÚV að fundurinn hafi verið bundinn trúnaði en greindi þó samt frá að nýjar upplýsingar hafi komið þar fram:

„En þær upplýsingar sem við fengum bæði hjá dómsmálaráðherra og lögreglustjóranum gefa tilefni til þess að við þurfum að athuga þetta nánar, til þess að sinna okkar eftirlitshlutverki, sem við höfum fengið staðfest frá nefndarsviði og öllum aðilum að það er innan okkar lögsögu. Þannig að það þarf að skoða málið nánar. Þannig að við erum að skoða hvaða sviðsmyndir eru í stöðunni. Eitt er það að nefndin haldi áfram að skoða þetta sjálf. Önnur sviðsmynd sem fordæmi eru fyrir er að nefndin geri hlé á sínum störfum til þess að skapa það færi að umboðsmaður meti sjálfur hvort hann ætli að hefja frumkvæðisathugun á málinu.“

Sagði Jón það skyldu nefndarinnar að skoða málið og upplýsa um það.

Andrés Ingi Jónsson hefur einnig tjáð sig um fundinn en hann greindi frá því að ekkert benti til annars en að ráðherra væri réttu megin línunnar í málinu en það þyrfti þó að skoða betur.

Fullkominn trúnaðarbrestur

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að Jón Þór hafi brugðist skyldu sinin sem formaður nefndarinnar með því að tjá sig um málið.  Morgunblaðið segist hafa haft samband við fleiri nefndarmenn sem taki undir mál Óla Bjarnar

„Jón Þór Ólafsson hefur brugðist skyldum sínum sem nefndarformaður með dylgjum og rangfærslum um það sem fram hefur komið á fundum nefndarinnar,“ sagði Óli Björn í samtali við RÚV á miðvikudag.

„Það er því fullkominn trúnaðarbrestur milli mín og hans. Störf mín í nefndinni munu eðlilega taka mið af því á meðan Jón Þór situr sem formaður.“

Óli Björn telur trúverðugleika nefndarinnar hafa beðið hnekki við athæfi Jón Þórs og geti gestir nefndarinnar ekki lengur treyst því að trúnaður funda sé virtur. Eins hafi Jón Þór afbakað það sem fram kom á fundinum „með útúrsnúningi og dylgjum og þar með verður nefndin ófær um að sinna skyldum sínum.“

„Það lýsir ekki miklum drengskap í garð annarra nefndarmanna eða gesta að nýta það sem fram fer á lokuðum fundum til rangfærslna í óstjórnlegri löngun til að koma höggi á pólitískan andstæðing,“ og bætir við að þetta sé því miður ekki í fyrsta sinn sem píratar reyni að breyta stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í „pólitískan rannsóknarrétt, þar sem formaður misbeitir trúnaðar- og valdastöðu“.

Andrés Ingi er einnig talinn hafa brotið gegn trúnaði með því að endursegja og túlka orð gests á lokuðum nefndarfundi, en sú mynd sem hann hafi dregið upp af atburðum hafi gengið þvert á það sem gestur fundarins hafi sagt.

Aum vörn fyrir möguleg pólitísk afskipti

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur málflutning Óla Bjarnar auma vörn fyrir dómsmálaráðherra. Hann skrifar á Facebook:

„Óli Björn er að reyna að búa til strámann í aumri vörn fyrir möguleg pólitísk afskipti dómsmálaráðherra af lögreglumáli þar sem fjallað er um samflokksráðherra. Þegar hitna fer undir, þá er hlaupið upp til handa og fóta í að gera lítið úr faglegri vinnu formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ég veit að ég er hlutdrægur en þú finnur ekki nákvæmari þingmann í svona málum en Jón Þór.“

Bendir Björn á að það hafi ekki verið vitnað beint í gesti fundarins og telur Sjálfstæðismenn sjálfa vera að beita útúrsnúningi þar sem þeir finni ekki betri málsvörn fyrir áðurnefnd símtöl ráðherra síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður segir Sjálfstæðisflokkinn vera klofinn – „Um þetta deil­um við ekki“

Þorgerður segir Sjálfstæðisflokkinn vera klofinn – „Um þetta deil­um við ekki“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Smári skammast í Pírötum og fær rauða spjaldið: „Þetta er það sem vinstra fólk kallar sófakomma-kjaftæði“

Gunnar Smári skammast í Pírötum og fær rauða spjaldið: „Þetta er það sem vinstra fólk kallar sófakomma-kjaftæði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skýtur á dómsmálaráðherra vegna frumvarps um vernd barna gegn barnaníðsefni

Skýtur á dómsmálaráðherra vegna frumvarps um vernd barna gegn barnaníðsefni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Farsóttarfangelsið