fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Willum Þór vill leiða Framsókn í kraganum – „Árangur áfram, ekkert stopp!“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. mars 2021 16:00

Willum Þór Þórsson mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins í suðvesturkjördæmi tilkynnti nú síðdegis að hann muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu í oddvitasæti Framsóknarmanna í kraganum.

Willum segir í tilkynningu sinni að hann hafi sinnt ýmsum ábyrgðarstöðum á þinginu og fyrir flokkinn á yfirstandandi kjörtímabili sem hann segir hafa verið óvenju viðburðaríkt og krefjandi. „Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi.“

Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru. Ég óska því eftir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum og bið áfram um stuðning ykkar í 1. sæti lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Framboðstilkynningu sinni lýkur Willum svo á hinum ódauðlegu orðum Framsóknarmanna: „Árangur áfram, ekkert stopp!“

Tilkynningu Willums má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur setti Twitter á hliðina – „Heldur hann virkilega að einhver trúi þessu?“

Sigmundur setti Twitter á hliðina – „Heldur hann virkilega að einhver trúi þessu?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar neikvæður og rauk beint í Ríkið – „Sennilega rétt hjá Þorvaldi Gylfasyni að spillingin sé grasserandi“

Brynjar neikvæður og rauk beint í Ríkið – „Sennilega rétt hjá Þorvaldi Gylfasyni að spillingin sé grasserandi“