fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 16:00

Olga Björg Þórðardóttir. Samsett mynd: Hafnfirðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga Björt Þórðardóttir, útgefandi og ritstjóri fjölmiðilsins Hafnfirðings, segist hafa mátt þola stöðugar ásakanir um að vera auðmjúkur þjónn pólitískra afla í fjögur ár, án þess að gagnrýnandi hennar, ritstjóri Fjarðarfrétta, hafi nokkurn tíma samband við hana til að fá svör fyrir umfjöllun Fjarðarfrétta um hana.

Olga lýsir sér sem manneskju sem er seinþreytt til vandræða en nú sé mælirinn fullur. Í nýjum pistli sem hún birtir á vef Hafnfirðings gagnrýnir hún vinnubrögð ritstjóra Fjarðarfrétta harðlega.

Við greindum frá því á föstudag að Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfrétta, fór hörðum orðum um styrkveitingu til útgáfufélags Hafnfirðings upp á 455 þúsund krónur, úr byggðaáætlun Menntamálaráðuneytisins.

Sjá einnig: Ólga í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi blandar sér í málið – „Ekki nota Olgu og hennar lífsviðurværi sem svipu!“

Þetta er sannarlega ekki í eina skiptið sem Guðni hefur gagnrýnt fjölmiðil Olgu en hún segir hann aldrei leita til sín með spurningar heldur fjalla um mál henni tengd með einhliða hætti. Grípum niðri í pistli Olgu:

„Síðustu fjögur ár sem ritstjóri og tvö sem útgefandi bæjarblaðs í Hafnarfirði, hef ég ítrekað verið minnt á að ég taki of mikið pláss. Þetta hefur m.a. verið gert undir formerkjum pólitísks aðhalds í blaðamennsku þar sem ýjað er að því að útgáfa mín og fjölmiðill séu pólitískir leppir meirihlutans í Hafnarfirði og ég hlýðinn þjónn hans.

Birtar hafa verið fréttir og leiðarar á vefsíðu og í prentuðum miðli keppinautar míns á hafnfirskum fjölmiðlamarkaði – Fjarðarfréttum. Ég hef aldrei fengið símtal, tölvupóst eða nokkur skilaboð þar sem óskað er eftir svörum fyrir umfjöllun Fjarðarfrétta sem langoftast eru algjörlega einhliða, jafnvel með upphrópunum í fyrirsögnum. Með einbeittum ásetningi er mjög auðvelt að skapa tortryggni í garð keppinautar með slíkum vinnubrögðum sem eiga ekkert skylt við hlutlæga og vandaða blaðamennsku. Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur.“

Tilboð um markaðssamstarf í óumbeðnum dansi

Olga sakar Guðna um að hafa sýnt af sér dólgslæti í hennar garð á almannafæri og segir að vitni séu að dólgslátunum:

„Ég hef ekki lengur tölu á því hversu oft útgefandi og ritstjóri Fjarðarfrétta hefur á undanförnum þremur til fjórum árum gengið í veg fyrir mig, og ruðst fram fyrir mig þegar ég er á vettvangi að taka myndir. Og já, það eru vitni að dólgshættinum. Á skemmtun í sal í Reykjavík fyrir um ári rauk hann yfir dansgólfið, greip í hendurnar á mér til að dansa við mig í hringdans upp á gamla mátann, þótt hann ætti ekki að vera dansherra minn – og stakk í dansinum upp á samstarfi bæjarmiðlanna okkar. Þannig gætum við skipt kökunni með okkur sem væri auglýsingamarkaðurinn í Hafnarfirði.“

Olga lýsir miklum erfiðleikum við að halda rekstri fjölmiðils í Hafnarfirði gangandi og stundum getur hún ekki greitt sér laun en þarf að framleyta sér með kennslu. Hún segir að ritstjóri Fjarðarfrétta hafi kallað það pólitíska áróðursherferð yfirvalda þegar Olga gerði samkomulag við Hafnarfjarðarbæ um samstarf við umfjöllun um velferðarmál, menntamál, lýðheilsumál, Covid o.fl. „…ég myndi vinna hverja umfjöllun faglega frá grunni en samt yrði greitt fyrir kynninguna sama verði og tilbúin heilsíða kostar. Auk þess merki ég umfjöllunina „samstarf“ með rauðum bakgrunni „samstarf“ í prentuðum útgáfum og lét það einnig koma fram í vefútgáfum,“ segir Olga, en hún hefur sætt mjög harðri gagnrýni frá Guðna fyrir birtingu þessa efnis, eða eins og Olga skrifar:

Ritstjóri Fjarðarfrétta gagnrýndi þetta og sagði það pólitíska áróðursherferð yfirvalda, einnig í leiðara og í frétt á sömu síðu. Þetta var mitt frumkvæði, útsjónarsemi mín og sjálfsbjargarviðleitni, til að halda prentmiðli á floti fyrir bæjarbúa og fyrirtækin í bænum og reyna að halda í lífsviðurværi mitt. Það ber engum skylda til að gefa ítrekað vinnu sína eða jafnvel borga með henni. Það segir mest um stöðu einkarekinna miðla að þurfa að fara svona leið til að halda velli.“

Olga segist ekki hafa áhuga á ritdeilum. Hún geti hins vegar ekki setið endalaust undir atvinnurógi og hafi séð sig knúna til að bregðast við.

 

Pistil Olgu má lesa með því að smella hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður segir Sjálfstæðisflokkinn vera klofinn – „Um þetta deil­um við ekki“

Þorgerður segir Sjálfstæðisflokkinn vera klofinn – „Um þetta deil­um við ekki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gunnar Smári skammast í Pírötum og fær rauða spjaldið: „Þetta er það sem vinstra fólk kallar sófakomma-kjaftæði“

Gunnar Smári skammast í Pírötum og fær rauða spjaldið: „Þetta er það sem vinstra fólk kallar sófakomma-kjaftæði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skýtur á dómsmálaráðherra vegna frumvarps um vernd barna gegn barnaníðsefni

Skýtur á dómsmálaráðherra vegna frumvarps um vernd barna gegn barnaníðsefni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Farsóttarfangelsið