fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Eyjan

Guðjón Brjánsson gefur ekki kost á sér – „Hugur minn fylgdi ekki lengur hjarta þegar kom að ákvarðanatöku“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 17. mars 2021 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, gefur ekki kost á sér í flokksvali fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Guðjóni.

Yfirlýsingin í heild sinni:

„Ég hef setið á Alþingi Íslendinga frá alþingiskosningunum 2016 fyrir Samfylkinguna – Jafnaðarmannaflokk Íslands í Norðvesturkjördæmi. Á þeim tíma hef setið sem 1. varaforseti Alþingis og unnið í allsherjar- og menntamálanefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd ásamt því að hafa verið formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.

Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður seinna í mars. Stjórnmálin eru búin að eiga hug minn allan undanfarin ár og ég hafði stefnt á að gefa kost á mér næstu fjögur ár en hugur minn fylgdi ekki lengur hjarta þegar kom að ákvarðanatöku. Mig langar að eyða meiri tíma með minni fjölskyldu og fylgjast með barnabörnunum dafna og þroskast sem ég hef ekki haft nægilegan tíma til að gera.

Ég er þakklátur fyrir þann heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi fyrir hönd jafnaðarmanna og að hafa barist fyrir hagsmunum landsmanna allra á þingi. Ég þakka öllum mínum kjósendum í Norðvesturkjördæmi og samstarfsfélögum fyrir stuðninginn á liðnum árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG