fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Sammála í Silfrinu: Þingmenn segja helstu hætturnar leynast heima við

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 12:00

mynd/skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silfur Egils var að vanda á dagskrá RUV í morgun og mættust þar þrír frambjóðendur úr Suðurkjördæmi, þeir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Valur Björnsson úr Samfylkingunni og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.

Helsta málið á dagskrá var auðvitað jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir síðustu daga. Þingmennirnir sammæltust um að þó staðan væri vissulega óhugnanleg og óþægileg, sér í lagi á heimahögum þeirra Vilhjálms og Páls í Grindavík, væri staðan engu að síður sú að helstu sérfræðingar landsins væru sammála um að litlar líkur væri á mann- eða miklu eignatjóni. „Þetta er óþægilegt, ég sofnaði við skjálfta í gær og vaknaði við annan í morgun,“ sagði Páll Valur. „Þetta er ein stór æruleysisæfing. Í Grindavík eru svo um 17-18% útlendingar og maður hefur heyrt fréttir af því að þeir hefðu verið skelkaðir við stóra skjálftann á miðvikudaginn.“

Vilhjálmur Árnason vísaði þá til orða skólabróður síns og fyrrum kollega úr lögreglunni, Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra: „Við erum öll almannavarnir.“ Átti Vilhjálmur þar við að helstu hætturnar sem stafa af jarðhræringunum. „Ef að það kemur stór atburður þá yrði það mikil tilviljun ef það yrði mann- eða eignatjón,“ sagði Vilhjálmur. „Ef að við hugum að heimilum okkar, að festa alla þunga muni og taka þunga hluti frá rúminu og svoleiðis, þá erum við örugg.“

Undir þetta tók Sigurður Ingi. Aðspurður hvað myndi gerast ef hið ólíklega myndi nú gerast og það færi að gjósa á Suðurnesjum minnti hann á að verulega hefði reynt á almannavarnakerfið undanfarin misseri. Snjóflóð, aurskriður, óveður, snjóflóð, sagði Sigurður. Sagði hann þessa reynslu skila sér inn í viðbragðsáætlanir og sagði þjóðina býsna vel setta hvað það varðaði.

Sigurður sagði þjóðina jafnframt þá bestu í heimi þegar kæmi að jarðvísindamönnum og aðstæðum til að leggja stund á þau vísindi og lýsti landinu sem opinni jarðvísindastofu: „Ég tók eftir því að það voru erlendir aðilar sem töluðu íslensku sem ljómuðu bara við það að mæla gas á Suðurnesjunum og mæla hvort það væri að koma eldgos,“ sagði Sigurður um jarðvísindafólkið sem staðið hefur vaktina hjá Veðurstofunni og Háskóla Íslands undanfarna daga.

Þorgerður Katrín tók undir með kollegum sínum úr pólítíkinni: „Ég tek heilshugar undir það sem strákarnir eru að segja,“ sagði hún og minnti á að hún væri búsett í Hafnarfirði en dveldi mikið í Ölfusi. Hún hefði orðið var við skjálftana á báðum stöðum. Hún sagði jafnframt Íslendinga þurfa að læra af veirufaraldrinum þar sem hlustað var á sérfræðingana. „Við þurfum að halda kúlinu, rósemdinni, fara að tilmælum og um leið og við þurfum að taka hlutina alvarlega þá megum við samt ekki magna upp ótta og skelfingu.“ Þá var Þorgerður sammála um að mikilvægt væri að tryggja heimilið fyrir hættum sem af jarðhræringunum geti stafað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur setti Twitter á hliðina – „Heldur hann virkilega að einhver trúi þessu?“

Sigmundur setti Twitter á hliðina – „Heldur hann virkilega að einhver trúi þessu?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar neikvæður og rauk beint í Ríkið – „Sennilega rétt hjá Þorvaldi Gylfasyni að spillingin sé grasserandi“

Brynjar neikvæður og rauk beint í Ríkið – „Sennilega rétt hjá Þorvaldi Gylfasyni að spillingin sé grasserandi“