fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 10:00

Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Mynd-Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, stjórn­mála­hag­fræðingur og þing­fram­bjóð­andi Samfylking­ar­inn­ar, fer hörðum orðum um störf ríkisstjórnarinnar í pistli sem birtist í Kjarnanum í gær. Þar útskýrir Jóhann að neyðarástand ríki í atvinnumálum á Íslandi, og í fyrsta skipti sé atvinnuleysið hér meira en á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Hann bendir á að stór hluti atvinnulausra eigi erfitt með að ná endum saman, og að margir þeirra hafi neitað sjálfum sér um heil­brigð­is­þjón­ustu, vegna fjár­hagsvandræða. Jóhann segir að þessu verði að kippa í lag í dag, annars gætum við staðið frammi fyrir vandamáli í áður óþekktri stærð.

„Það ríkir neyð­ar­á­stand í atvinnu­málum á Íslandi. Meira en 20 þús­und manns eru án vinnu og hátt í 5 þús­und hafa verið atvinnu­laus í meira en ár. Þetta er nýr veru­leiki fyrir okk­ur. Í fyrsta skipti síðan mæl­ingar hófust er atvinnu­leysi meira hér en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Nið­ur­stöður spurninga­könn­unar sem var lögð fyrir félags­menn ASÍ og BSRB í des­em­ber gefa til kynna að helm­ingur atvinnu­lausra eigi erfitt með að ná endum saman og meiri­hluti þeirra hafi neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ustu vegna fjár­hags undan­farna mán­uði. Ef ekki er gripið strax til mark­vissra aðgerða er hætt við því að afleið­ing­arnar verði var­an­leg­ar: ójöfn­uður og lag­skipt­ing á vinnumark­aði auk­ist og fátækt og félags­leg vanda­mál af áður óþekktri stærð fest­ist í sessi. “

Jóhann vill meina að „atvinnu­leys­is­flóð­bylgjan“ sé ekki bara tilkominn vegna heimsfaraldurs kórónaveiru, heldur sé hún líka ríkisstjórninni að kenna. Hann segir að opinber fjárfesting sé talsvert lægri en á mörgum stöðum í Evrópu og heldur því fram að í lok sumars hafi eigendur fyrirtækja í raun fengið borgað til að segja upp starfsfólki.

„Atvinnu­leys­is­flóð­bylgjan var ekki bara afleið­ing af heims­far­aldri og nauðsyn­legum sótt­varn­ar­að­gerðum heldur skrif­ast hún líka á hæga­gang og ráða­leysi rík­is­stjórn­ar­innar í efna­hags- og atvinnu­mál­um. Opin­ber fjárfesting hefur dreg­ist umtals­vert saman í kór­ónu­krepp­unni og ólíkt snörpum við­brögðum víða í Evr­ópu voru íslensk fyr­ir­tæki látin bíða mánuðum saman eftir rík­is­á­byrgð­ar­lánum og rekstr­ar­styrkj­um. Hlutabótaleiðin reynd­ist vel í fyrstu en var eyðilögð með hertum skil­yrðum síðla sum­ars um leið og eig­endum fyr­ir­tækja voru greiddir rík­is­styrkir til að segja upp starfs­fólki. Afleið­ingin er sú að langtum lægra hlut­fall vinnu­afls á Íslandi hefur verið á hlutabótum und­an­farna mán­uði heldur en víð­ast hvar í Vest­ur­-­Evr­ópu. Kreppan á Íslandi varð þannig dýpri en hún hefði þurft að vera og atvinnu­leysið meira.“

Þá skýtur Jóhann á sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, sem hann segir vilja einungis senda opinbert fé endurspegli það mark­aðs­hegðun einka­fjár­festa. Jóhann segir flokkinn ekki vilja „velja sig­ur­veg­ara“, þó þeir hafi sjálfir gert og tekið þátt í slíku um árabil.

„Það er á svona tímum sem höf­uð­máli skiptir hvaða stjórn­mála­öfl eru við völd og hvaða stefna ræður för. Allir flokkar segj­ast vilja binda enda á fjölda­at­vinnu­leysið en færri eru reiðu­búnir að gera það sem raun­veru­lega þarf til að skapa fjöl­breytt atvinnu­tæki­færi í einka­geir­anum og hjá hinu opin­bera. Sá stjórn­mála­flokkur sem fer með mál­efni iðn­aðar og nýsköp­unar og yfir­stjórn opin­berra fjár­mála í rík­is­stjórn Íslands hefur bitið í sig að opin­bert fé eigi fyrst og fremst að elta og spegla mark­aðs­hegðun einka­fjár­festa; ann­ars sé ríkið að drýgja þá höf­uð­synd að „velja sig­ur­veg­ara“, ákveða hvaða greinar skuli vaxa og hverjar ekki – sem er að vísu einmitt það sem var gert með íviln­unum til stór­iðju og rík­is­tryggðri banka­út­rás á árunum fyrir hrun og tíðkast enn á hverjum degi með stuðn­ingi við land­búnað í formi tolla á erlenda sam­keppni og stuðn­ingi við útgerð­ar­fyr­ir­tæki með úthlutun kvóta undir mark­aðs­verð­i.“

Jóhann vill að nú verði sett fram háleit mark­mið um hvert atvinnu­lífið skuli stefna og bendir á að í nágranna­lönd­unum sjáum við dæmi um það. Hann minnist til að mynda á skoskan ríkisrekinn fjárfestingarbanka, sem fjárfesti í grænni atvinnu­þróun. Á sama tíma séu íslenskir ráðamenn að „tönnlast á því að ríkið eigi ekki að standa í banka­rekstri“.

Þá gagnrýnir hann sérstaklega að nýsköp­un­ar­ráð­herra Íslands hafi lýst því yfir á Alþingi að stuðn­ingur rík­is­ins við nýsköpun gæti unnið meiri skaða en gagn. Það hafi gerst á sama tíma og Danmörk stofnaði „of­ur­klasa“ að andvirði 13 milljarða íslenskra króna fyrir lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki.

Í lok pistils síns segir Jóhann að svarið við kórónuveirukreppunni sé að hjálpa atvinnu­leit­end­um og verja atvinnu­vegi sem hafa orðið fyrir skakka­föllum vegna faraldursins. En hann vill einnig vera óhræddur við að skapa störf og auka fjöl­breytni í íslensku atvinnu­lífi.

„Við skulum styðja og vald­efla atvinnu­leit­end­ur, verja þá atvinnu­vegi sem hafa orðið fyrir skakka­föllum vegna kór­ónu­veirunnar og hjálpa hvert öðru að kom­ast í gegnum tíma­bundna erf­ið­leika – en verum líka óhrædd við að beita rík­is­vald­inu með skap­andi hætti í sam­starfi við einkaaðila til að fjölga störfum og auka fjöl­breytni í íslensku atvinnu­lífi. End­ur­reisnin upp úr kór­ónu­krepp­unni má ekki vera á for­sendum hinna fáu og fjár­sterku heldur verður hún að grund­vall­ast á fjöl­breyttri atvinnu­upp­bygg­ingu í þágu okkar allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Í gær

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli