fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Áslaug hringdi í lögreglustjóra eftir að dagbók lögreglu kom upp um Bjarna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 20:16

Samsett mynd úr skjáskotum RÚV. F.v. Halla Bergþóra Björnsdóttir, Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundarsalarmálið frá því á aðfangadag hefur dregið dilk á eftir sér. Þá var upplýst í dagbók lögreglu sem send var venju samkvæmt á fjölmiðla, eldsnemma um morguninn, að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið staddur í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þangað sem lögregla var kölluð til vegna mögulegra brota á sóttvarnareglum. Mikil Covid-smit geisuðu þá enn í samfélaginu og sölusýning í Ásmundarsal varð þar að óformlegri samkomu þar sem áfengi var veitt og samkvæmið var á gráu svæði hvað varðar sóttvarnareglur á þeim tíma. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu.

Upplýsingar í Dagbók lögreglu eru vanalega ópersónugreinanlegar og því stakk í stúf að tekið væri fram að ráðherra hefði verið á staðnum. Fljótlega eftir að fjölmiðlar tóku að afla upplýsinga um hvaða ráðherra hefði verið í samkvæminu sendi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra frá sér yfirlýsingu þar sem hann gekkst við því að hafa verið í Ásmundarsal.

Núna hefur eftirgrennslan RÚV leitt í ljós að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hringdi í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag, eftir að fjölmiðlar greindu frá veru Bjarna í samkvæminu, og spurðist út í upplýsingagjöf lögreglu í dagbók lögreglu.

Svör Höllu Bergþóru við fyrirspurn RÚV um málið eru eftirfarandi:

„Við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddum tvisvar saman í gegnum síma um málið sem kom upp í Ásmundarsal í desember. Bæði samtölin sneru að upplýsingagjöf lögregluembættisins og hvernig að henni var staðið.“

Áslaug Arna sagði:

„Ég er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu og því kemur það oft í minn hlut að svara spurningum sem varða störf hennar. Mér þykir mikilvægt að vera vel upplýst og í góðu sambandi við lögreglustjóra til að geta svarað fyrirspurnum frá almenningi og fjölmiðlum. Fyrir utan þessi samtöl sem ég átti vegna spurninga um verklag og upplýsingagjöf hef ég ekki rætt þetta mál við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókn þessa máls eða annarra.“

Áslaug Arna sagði í samtali við RÚV að hún hefði ekki gert athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu en hún hafi verið að afla upplýsinga þar sem henni hafi borist spurningar um málið, meðal annars frá fjölmiðlum. Þess vegna hafi hún hringt í lögreglustjórann og meðal annars spurt um persónuverndarsjónarmið. Hún hafi eingöngu verið að afla sér upplýsinga.

Samkvæmt fréttinni er upplýsingagjöf lögreglu til fjölmiðla til endurskoðunar, hvað sem það táknar. Mun það vera samróma álit fjölmiðla að almennt sé sú upplýsingagjöf ekki sérlega ríkuleg. Ljóst er hins vegar að sú ákvörðun að taka fram að ráðherra hafi verið í umræddu samkvæmi er á skjön við þær venjur sem tíðkast við gerð texta dagbókar lögreglu sem berst fjölmiðlum reglulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna