fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Magnús vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi – Lögmaður Khedr-fjölskyldunnar

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 14:48

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Davíð Norðdahl hefur tilkynnt framboð sitt til prófkjörs Pírata í Norðvesturkjördæmi. Magnús er lögmaður Khedr-fjölskyldunnar og barðist fyrir því að þeim yrði ekki vísað úr landi í september síðastliðnum. Tilkynning hljóðar svo:

„Kæru Píratar.

Magnús Davíð Norðdahl heiti ég og hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi og óska eftir stuðningi ykkar til að leiða listann í kjördæminu.

Á starfsferli mínum sem sjálfstætt starfandi lögmaður hef ég sinnt fólki sem hefur átt undir högg að sækja af ýmsum ástæðum og átt sér fáa ef einhverja málsvara. Ber þar hæst störf mín í þágu hælisleitenda en sá málaflokkur er pólitískur í eðli sínu og átökin oft beinst að þeim sem fara með málaflokkinn, þ.e. Sjálfstæðisflokknum með yfirráð sín yfir dómsmálaráðuneytinu á síðustu árum. Barátta mín á þeim vettvangi hefur skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags.

Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni,“

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=10159900111246412&id=682491411

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn