fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Eyjan

Katrín bjartsýn – Segir stöðuna góða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 15:05

Katrín Jakobsdóttir - Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Baráttunni er svo sannarlega ekki lokið en á þessum fallega föstudegi er gott að staldra aðeins við og muna að við getum verið stolt af ýmsu í þessu ógnarstóra verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stuttum pistli á Fésbókarsíðu sinni í dag.

Katrín fer yfir stöðuna í baráttunni við Covid-19 og segir harðar ráðstafanir á landamærum hafa sannað gildi sitt. Þær ráðstafanir voru hertar enn í dag:

„Í dag greindist einn með kórónuveirusmit og var sá í sóttkví. Undanfarinn mánuð hafa mjög fáir verið að greinast með smit hér á landi og við erum ennþá eina landið í Evrópu sem er algrænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu og höfum verið það frá því í lok janúar. Og enn erum við með fæst smit á hverja 100.000 íbúa í Evrópu sem er staða sem við erum þakklát fyrir. Ég tel að sóttvarnaráðstafanir á landamærum með tvöfaldri skimun og fimm daga sóttkví á milli hafi fyrir löngu sannað gildi sitt. Nú höfum við hert þessar ráðstafanir með kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu til landsins og er það gert að tillögu sóttvarnaryfirvalda. Sú ákvörðun kom til framkvæmda í gær.“

Orðræða Katrínar miðast við þær forsendur að í lok júní verði búið að bólusetja 190.000 Íslendinga fyrir veirunni. Þetta er í samræmi við yfirýsingar heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, en margir draga í efa að þetta standist. Katrín segir:

„Á sama tíma skýrast línur hvað varðar bóluefni og afhendingu þess en í þessari viku skýrði heilbrigðisráðherra frá því að lokið yrði við að bólusetja 190.000 Íslendinga fyrir lok júní og miða þær tölur við þau þrjú bóluefni sem fengið hafa skilyrt markaðsleyfi sem eru frá Pfizer, Moderna og AstaZeneca. Þá hefur framkvæmd bólusetningar gengið mjög vel fyrir sig hér á landi og innviðir til að koma bóluefni hratt og örugglega til skila. Nú er staðan sú að þrátt fyrir takmarkanir vegna sóttvarnaráðstafana búa Íslendingar við hvað mest frelsi miðað við önnur þau lönd sem við berum okkur helst saman við. Við höfum staðið okkur vel í þessari baráttu við veiruna sem nú hefur staðið í næstum heilt ár. Sá árangur er mörgum að þakka en fyrst og fremst íslenskum almenningi.“

https://www.facebook.com/VGKatrinJakobsdottir/posts/10157905587327727

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Vinstri grænna: „Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta“

Þingmaður Vinstri grænna: „Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar