Föstudagur 05.mars 2021
Eyjan

Áslaug Arna vill banna barnabrúðkaup

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 13:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á hjúskaparlögum. Lagðar eru fram fjórar breytingar í frumvarpinu, þar á meðal um aldur þeirra sem gifta sig og hjónavígslur erlendis.

Aldur hjónaefna

Samkvæmt núgildandi lögum mega tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri en ráðuneytið getur veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap ef að forráðamenn eru samþykktir hjúskapnum. Í nýja frumvarpinu er lagt til að undanþáguheimildin verði afnumin og einungis verði veittar undanþágur ef um hagsmuni aðilans sem er yngri en 18 ára er að ræða. Hjónavígslur sem fara fram erlendis þar sem aðili er undir 18 ára verða ekki viðurkenndar á Íslandi.

Könnun á hjónavígsluskilyrðum

Lagt er til að könnun til hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumanni. Þá er lagt til að ráðuneytið geti með reglugerð ákveðið að fela einu sýslumannsembætti umrætt verkefni. Þess ber að geta að vígsluheimildir presta og forstöðumanna trú- og lífsskoðunarfélaga og umboðsmanna þeirra verða óbreyttar samkvæmt lögum.

Lögsaga í hjónaskilnaðarmálum

Lagðar eru til breytingar á ákvæðum hjúskaparlaga varðandi lögsögu íslenskra stjórnvalda og dómstóla til þess að veita lögskilnað hér á landi í tilteknum tilvikum ef hvorugur aðili býr hér á landi og viðkomandi eru ekki íslenskir ríkisborgarar.

Færsla verkefna frá ráðuneytinu til sýslumanna

Í fjórða lagi eru lagðar til breytingar sem snúa að því að færa verkefni frá ráðuneytinu til sýslumanna.

Drögin að frumvarpinu hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda og hægt verður að senda inn umsögn til 1. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hannes hjólar í lögreglustjóra – „Eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla“

Hannes hjólar í lögreglustjóra – „Eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“
Fyrir 1 viku

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við