fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Andrés Ingi til liðs við Pírata

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 17:18

Andrés Ingi Jónsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson alþingismaður ætlar að ganga til liðs við Pírata.

Andrés var kjörinn á þing fyrir hönd VG árið 2016 en hefur síðustu misseri verið utan flokka. Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sögðu sig úr flokknum haustið 2019 en þau studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Rósa gekk til liðs við Samfylkinguna fyrir skömmu.

Í yfirlýsingu sinni vegna málsins segir Andrés:

„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu. Ég vil vera hluti af hóp sem er hægt að treysta til að taka djarfar ákvarðanir og tel að innan þingflokks Pírata muni hugsjónum mínum vera best borgið. Í framhaldinu mun ég gefa kost á mér í prófkjöri Pírata til að sjá hvort grasrótin vilji treysta mér fyrir áframhaldandi verkefnum eftir kosningar.

Frá því að ég hóf störf sem þingmaður hef ég alltaf unnið vel með Pírötum á þingi. Það er sama hvort litið er á aðgerðir í kringum uppreist æru, baráttuna fyrir réttindum hælisleitenda eða almennt samstarf okkar í fastanefndum þingsins – hugmyndafræði okkar hefur átt vel saman.

Sem hluti af þingflokki Pírata gefst mér tækifæri til að vera hluti af hóp sem er í lykilstöðu til að gera samfélagið okkar betra fyrir okkur öll, þátttakandi í hreyfingu sem getur séð til þess að eftir næstu kosningar verði mynduð ríkisstjórn sem nær ekki bara utan um lægsta samnefnara heldur alvöru breytingar í þágu mannréttinda, fólksins í landinu og framtíðarinnar. Á þingi hef ég lagt mikla áherslu á loftslagsmál, eflingu lýðræðis og jafnrétti og veit að á þeim sviðum get ég tekið þátt í að móta sannfærandi og öfluga kosningastefnu Pírata fyrir haustið. “

Þingflokkur Pírata samþykkti einróma að bjóða Andrés velkominn í hópinn á þingflokksfundi í morgun. Ljóst er að Píratar fagna þessum liðsauka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, segir í tilkynningu um málið:

„Það er ótrúlega ánægjulegt að fá Andrés Inga til liðs við okkur enda er hann frábær þingmaður, fylginn sér og einstaklega faglegur stjórnmálamaður. Við Píratar og Andrés Ingi höfum alltaf unnið vel saman og stefnum að sama marki hvort sem málin varða gagnsæi, varnir gegn spillingu eða loftslagsmál. Andrés hefur sannað sig sem öflugur talsmaður fyrir umhverfisvernd, jafnrétti og lýðræði og við Píratar erum mjög hreykin að fá jafn öflugan þingmann til okkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins