fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Eyjan

Sessor og SalesCloud handsala samstarf

Eyjan
Miðvikudaginn 29. desember 2021 09:14

Brynjar Gunnlaugsson framkvæmdastjóra Sessor og Helgi Andri Jónsson stofnandi SalesCloud

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgjafafyrirtækið Sessor og hugbúnaðarfyrirtækið SalesCloud hafa gert með sér samning sem felur í sér að Sessor geti boðið viðskiptavinum sínum notendavænar og árangursríkar sölu- og afgreiðslulausnir SalesCloud á hagstæðu verði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum.

Sessor er óháð ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatæknimála sem leggur ríka áherslu á að brúa bil á milli rekstraraðila og upplýsingtæknilausna með það fyrir augum að auka sjálfvirkni og bæta rekstraröryggi. Undanfarin ár hafa sérfræðingar Sessor greint ítarlega verklag og nýtingu tæknilegra lausna hjá íþróttafélögum hér á landi. Sú vinna hefur gert fyrirtækinu kleift að greina þarfir íþróttafélaga með það að leiðarljósi að aðstoða þau við að hagræða og auka yfirsýn með fullnýtingu tæknilegra lausna. Með hagræðingu skapast tækifæri fyrir íþróttafélög að verja meiri fjármunum í kjarnastarfsemi sína, sem er öflugt íþrótta-og æskulýðsstarf.

„Við erum afar spennt fyrir samstarfi með SalesCloud. Lausnir SalesCloud smellpassa inn í það lausnamengi sem við höfum hannað fyrir íþróttafélög. SalesCloud sölukerfið býður upp á innbyggt kassakerfi í posum og gerir félögum kleift að sjá nákvæmlega hvað er selt og mæla rýrnun. Þar að auki samtengjum við kassakerfið beint við viðskiptakerfi svo allar bókanir milli kerfa séu sjálfvirkar. Með því að velja bestu mögulegar tæknilausnir sem völ er á og binda þær saman hámörkum við sjálfvirkni og bætum gæði í starfsemi íþróttafélaga,“ segir Brynjar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Sessor.

„Við erum á mjög spennandi tímamótum þar sem við höfum náð að styrkja fyrirtækið enn frekar með öflugum ráðningum og nýjum spennandi lausnum. Okkar helsta markmið er að fara áfram fram úr væntingum viðskiptavina og þessi nýi samningur er liður í því. Þegar tvö sterk fyrirtæki koma saman og ná að vinna vel úr verkefnum kemur það viðskiptavinum beggja auðvitað til góða,“ er haft eftir Helga Andra Jónssyni stofnanda SalesCloud í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Kvennabylting í kortunum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Kvennabylting í kortunum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Í gær

Björn skrifar: Ótrúleg upplifun úr stúkunni í Búdapest – Íslendingar heilluðu alla í höllinni

Björn skrifar: Ótrúleg upplifun úr stúkunni í Búdapest – Íslendingar heilluðu alla í höllinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni kominn heim úr fríinu og skýtur fast á Samfylkinguna – „Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín“

Bjarni kominn heim úr fríinu og skýtur fast á Samfylkinguna – „Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orri vill leiða framsóknarmenn í Kópavogi

Orri vill leiða framsóknarmenn í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann opinberar innihald bréfs sem ríkisstjórnin fékk en sagði ekki frá

Jóhann opinberar innihald bréfs sem ríkisstjórnin fékk en sagði ekki frá
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ingu Sæland úthúðað í harðorðu bréfi frá reiðum bónda – „Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari“

Ingu Sæland úthúðað í harðorðu bréfi frá reiðum bónda – „Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari“