fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Páll ósáttur með gellurnar á Alþingi: Líkir orðinu „gella“ við n-orðið – „Bannorð, neikvætt og lítilsvirðandi“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenya Rún Taha Karim og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir tóku í gær sæti sem varaþingmenn á Alþingi. Það vakti sérstaka athygli vegna aldurs þeirra, en Lenya er 22 ára gömul, og Gunnhildur 19 ára, sem gerði hana að yngsta þingmanni sem tekið hefur sæti á Alþingi.

Sjálfar vöktu þær athygli á þessu á samfélagsmiðlum, og töluðu um að „gellutakeover“ væri að eiga sér stað á Alþingi. Eflaust áttu þær þar ekki við um bókstaflega yfirtöku gella á Alþingi, heldur eitthvað í léttari kantinum. Þó virðist umræðan um „gellutakeoverið“ hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum.

Páll Vilhjálmsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, skrifaði færslu á bloggsíðu sína þar sem hann sakaði þingkonurnar um hroka. Hann hélt því fram að þegar þær kalla sig „gellur“, væru það samanburðarhæft við það þegar fólk sem er dökkt á hörund noti „n-orðið“. Færsla hans var eftirfarandi:

Þingkona kallar sjálfa sig gellu. Sjálfsupphafning með öfugum formerkjum. Bannorð, neikvætt og lítisvirðandi, auglýsir sjálfstraust að ekki sé sagt hroka. Sambærilegt og að bandarískur svertingi noti n-orðið um sjálfan sig. 

Þeim svarta nægir húðleðrið að öðlast rétt til að uppnefna sjálfan sig.

Hvít forréttindakona þarf ekki einu sinni kynþokka til að verða gella að eigin áliti.

Lenya Rún birti skjáskot af pistli Páls á Twitter og skrifaði: „Pælið í því að vera svona bitur yfir því að ungar konur setjist á þing lol og kallaði hann í kjölfarið „litla gaur“. Gunnhildur svaraði færslu Lenyu með hlátrasköllum.

Færsla Lenyu vakti athygli og skrifuðu margir ummæli við hana. Þar var Páll meðal annars sakaður um rasisma og kvenfyrirlitningu, og þá gerðu margir grín að honum. Til að mynda þótti einhverjum hann ekki vera mjög meðvitaður um nútímamál tryði hann því að „gella“ væri neikvætt orð, á meðan það sé heldur notað á uppbyggjandi hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus