fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
Eyjan

Orðið á götunni: Óskýr verkaskipting veldur heilabrotum – Tveir ráðherrar sagðir fara með fjölmiðlamál – Verður til forsetaúrskurðardrykkjuleikur?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. desember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó nokkuð púður hefur verið sett í að ráða í nýja verkaskiptingu ráðherra síðan á sunnudaginn þegar þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynntu samsetningu annars ráðuneytis Katrínar.

Strax varð ljóst að um meiriháttar uppstokkun væri að ræða. Tvö ný ráðuneyti verða til og málefnum skeytt saman undir ráðherra sem hingað til hafa ekki verið keyrð samhliða.

Þá er jafnframt ljóst að tilbúningur nýrra ráðuneyta mun fela meira í sér en að fjölga ráðherrabílum og bílstjórum. Verkefnin sem verið er að flytja á milli ráðuneyta, gamalla og nýrra, eru meira en orð á blaði og er þeim flestum sinnt af heilu deildunum af sérfræðingum sem starfa innan ráðuneytanna. Þannig er ljóst að tugir ráðunauta munu þurfa að flytja sig um set.

Margir tóku jafnframt eftir því á sunnudaginn að tveir ráðherrar voru sagðir fara með barnamálin. Það varð þó skýrt nokkuð fljótlega og er Ásmundi Einari Daðasyni falið það verkefni, og engum öðrum.

Hins vegar virðist það enn vera á reiki hver ráðherrana tólf mun fara með fjölmiðlamál á komandi misserum.

Málaflokkurinn heyrði áður undir Lilju Dögg Alfreðsdóttur og fór nokkuð mikið fyrir honum á nýafstöðnu kjörtímabili. Raunar var afgreiðsla fjölmiðlafrumvarpsins svokallaða einn af stóru sigrum Lilju Daggar.

Lilja skrifaði sjálf færslu á samfélagsmiðla í gær þar sem hún segist fagna því að fá að takast á við svo mörg stór mál á næstunni.

„Tónlist, kvikmyndir, ferðaþjónusta, bókmenntir, sviðslistir, hönnun, myndlist, fjölmiðlar og samkeppnis- og neytendamál. Það var stór stund fyrir mig að taka á móti lyklum að ráðuneyti menningar, viðskipta og ferðaþjónustu í morgun,“ skrifaði Lilja á Facebook.

Daginn áður birti mbl.is hins vegar frétt um að málefni fjölmiðla færi til Áslaugar Örnu.

Af lestri forsetaúrskurðar um skiptingu verkefna milli ráðuneyta annars vegar og ráðherra hins vegar, má ráða að Lilja Dögg fari vissulega með málaflokkinn áfram.

Umræddur forsetaúrskurður er engin smásmíði og hafa gárungar haft á því orð að sérfræðing í dulkóðun þurfi til þess að lesa úr skiptingu verkefna milli ráðuneytanna.

Enn aðrir hafa kallað eftir ráðuneytadrykkjuleiknum, og sjá fyrir sér að hægt verði að búa til keppni í lesskilningi upp úr forsetaúrskurðinum.

Áhugasamir geta séð sjálfan úrskurðinn inni á heimasíðu Stjórnartíðinda. Úrskurður númer 125 fjallar um skiptingu verkefna milli ráðuneyta og úrskurður númer 126 um einstaklingana sem fara með ráðherraembættin og hvaða verkefni innan ráðuneytanna heyra undir hvern ráðherra fyrir sig.

Og góða skemmtun!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Heimir skrifar: Eilífðarneyð og úlfahróp

Heimir skrifar: Eilífðarneyð og úlfahróp
EyjanFréttir
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ármann Kr. gegn Hildi í Reykjavík og atlaga að Líf

Orðið á götunni: Ármann Kr. gegn Hildi í Reykjavík og atlaga að Líf
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir óvissu í framboðsmálum – „Opinberlega heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórn Varðar“

Björn gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir óvissu í framboðsmálum – „Opinberlega heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórn Varðar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina