fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Eyjan

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 13:25

Myndin er samsett, augljóslega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í síðustu viku olli Mexíkóferð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra töluverðum titringi innan borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Um nokkurra daga ferð er að ræða til Guanajuato í Mexíkó til þess að hleypa af stokkunum forvarnarverkefni fyrir ungmenni. Ráðstefnan verður sett í dag.

Sjá nánar: Mexíkóreisa Dags borgarstjóra veldur titringi – Heiða Björg sögð sniðgengin

Samkvæmt upplýsingum DV var Reykjavíkurborg boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna, enda byggir umrætt forvarnarverkefni Guanajuato-héraðs á reynslu af slíkum verkefnum í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og varaoddviti flokksins í borginni, er formaður velferðarráðs og var um það rætt að réttast hefði verið að senda hana að kynna verkefnið í stað Dags borgarstjóra, eins og fyrst stóð til.

Sagði DV jafnframt frá því í síðustu viku að upplifun margra væri að verið væri að hafa ferðina af Heiðu Björg og gengu sumir svo langt að ásaka Dag um að skreyta sinn sombrero með fjöðrum Heiðu Bjargar. Var um það rætt að borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar væri í frosti vegna málsins.

Nú er ljóst að íslenska jafnaðarmannafrostið átti aldrei roð í heita Mexíkósólina, því Heiða Björg birti í gærkvöldi mynd af sér sólkysstri og brosandi í suðrænni sælu. „Kannski smá þreytt, en frábær dagur í Mexíkó,“ skrifaði Heiða með myndinni. Sannaðist þá það fornkveðna: Það jafnast ekkert á við það, að skella sér í gott sólbað.

Hvort þau Dagur og Heiða muni fá tíma til þess að liggja á bekk með bland og bús, liggur þó ekki fyrir.

Fjöldi Íslendinga á ráðstefnunni

Borgarstjóri mun, sem fyrr sagði, opna ráðstefnuna ásamt Diego Sinhue Rodríguez Vallejo, ríkisstjóra Guanajuato. Dagur flytur erindi í dag milli 13:00 og 13:45 og tekur Ólafur Ragnar Grímsson svo við orðinu og flytur 20 mínútna erindi um 20 ára sögu verkefnisins, allt að sjálfsögðu á brakandi ferskum Mexíkótíma.

Heiða Björg þarf hins vegar að bíða til morguns með að láta ljós sitt skína, en samkvæmt áætlun mun hún stíga í pontu klukkan 11:05 og flytja erindi um mikilvægi forvarna í 30 mínútur.

Dagur, Heiða og Ólafur Ragnar eru fjarri því einu Íslendingarnir á staðnum. Á ráðstefnunni flytja meðal annarra Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jón Sigfússon, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Daði Rafnsson, Geir Gunnlaugsson, Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Þorfinnur Skúlason, Jónína Einarsdóttir og Páll Melsteð Ríkharðsson erindi. Dagskráin stendur yfir frá og með deginum í dag og út föstudaginn.

Sjá má dagskrá hátíðarinnar hér.

DV óskar þeim öllum að sjálfsögðu góðrar ferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

SÞ segja að Íranar smygli vopnum til uppreisnarmanna í Jemen

SÞ segja að Íranar smygli vopnum til uppreisnarmanna í Jemen
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Norðmenn og Svíar efla viðbúnað sinn vegna aukinnar ógnar frá Rússlandi

Norðmenn og Svíar efla viðbúnað sinn vegna aukinnar ógnar frá Rússlandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bretar sendu vopn til Úkraínu

Bretar sendu vopn til Úkraínu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólöf segir börnin fært mestu fórnirnar í Covid faraldrinum þó sjúkdómurinn bíti minnst á þeim

Ólöf segir börnin fært mestu fórnirnar í Covid faraldrinum þó sjúkdómurinn bíti minnst á þeim
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skortur á orku yfirvofandi hér á landi

Skortur á orku yfirvofandi hér á landi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Heimir skrifar: Eilífðarneyð og úlfahróp

Heimir skrifar: Eilífðarneyð og úlfahróp
EyjanFréttir
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ármann Kr. gegn Hildi í Reykjavík og atlaga að Líf

Orðið á götunni: Ármann Kr. gegn Hildi í Reykjavík og atlaga að Líf