fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
Eyjan

Sigmar sat hjá í atkvæðagreiðslunni um kjörbréfin – „Ég er ekki í neinni stöðu til að ákveða sjálfur hvort ég sé löglega kjörinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi samþykkti í gær kjörbréf allra þingmanna og staðfesti gildi síðari talningarinnar í Norðvesturkjördæmi með 42 atkvæðum gegn 5. Sextán sátu hjá.

Meðal þeirra þingmanna sem sátu hjá var Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar. Sigmar fjallar um málið í opinni Facebook-færslu í dag en hann segist vera andvígur því að hafa vald til að ákveða um eigið kjörgengi. Hann segist ekki vera dómari í eigin sök og vill eftirláta öðrum að skera úr um hvort kjörbréf hans sé gilt:

„Það var skrítið að taka þátt í þingstörfum í gær. Fyrsti þingfundurinn að frátaldri þingsetningu, fyrsta ræðan og drengskaparheit undirritað. Fyrir okkur lá að taka afstöðu til þess hvort kjörbréf alþingismanna væru gild. Venjulega er það frekar hefðbundið en í ljósi klúðursins í Borgarnesi var þetta sérlega vandasamt eins og allir vita.

Mín afstaða í þessu er alveg skýr. Þingið á ekki að vera með þetta vald. Þannig er það samt í stjórnarskrá og því komumst við ekkert undan þessu verki.

Verulegur vafi lék á því hvort samþykkja ætti kjörbréf 16 þingmanna (þingmenn í NV og jöfnunarmenn). Ég er einn þessara 16 þingmanna. Nokkrar kærur höfðu borist kjörbréfanefnd og lögreglu vegna þessa, yfirvofandi eru kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu og fyrir lá líka eldri dómur MDE um að óheppilegt sé að þjóðþing ríkja úrskurði sjálf um gildi kosninga.

Við þessar aðstæður finnst mér augljóst að ég er ekki í neinni stöðu til að ákveða sjálfur hvort ég sé löglega kjörinn. Ég er andvígur því að ég eigi að hafa þetta vald yfirhöfuð og þegar við bætist að vafi leikur á því hvort mitt kjörbréf sé gilt, verð ég að eftirláta öðrum að skera úr um. Ég á ekki að vera dómari í eigin sök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ellen Calmon gefur kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar

Ellen Calmon gefur kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tókust á um fjölgun starfa hjá borginni – „Verður fólki sagt upp í kjölfarið?“

Tókust á um fjölgun starfa hjá borginni – „Verður fólki sagt upp í kjölfarið?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Mikil spenna víða um heim – „Það eru ákveðin líkindi með stöðunni sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar“

Mikil spenna víða um heim – „Það eru ákveðin líkindi með stöðunni sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Verið hrædd og búið ykkur undir það versta“ – Öflug netárás á Úkraínu

„Verið hrædd og búið ykkur undir það versta“ – Öflug netárás á Úkraínu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svíar hafa áhyggjur af fyrirætlunum Rússa – Hermenn sendir til gæslustarfa á götum úti

Svíar hafa áhyggjur af fyrirætlunum Rússa – Hermenn sendir til gæslustarfa á götum úti