fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Eyjan

Alþingi samþykkir útgefin kjörbréf þingmanna – Tveir ráðherrar sátu hjá og tveir Píratar kusu gegn sjálfum sér

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 21:36

Birgir Ármannsson var formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi samþykkti rétt í þessu öll útgefin kjörbréf þingmanna samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi með 42 atkvæðum gegn 5. Sextán greiddu ekki atkvæði.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greiddi atkvæði með.

Þau sem greiddu atkvæði gegn þessari tillögu  voru Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen og  Indriði Ingi Stefánsson – öll þingmenn Pírata.

Bæði Arndís og Andrés Ingi eru uppbótarþingmenn og voru þau því í að greiða atkvæði á þann hátt að þeirra eigið þingsæti gæti verið í hættu.

Þau sem greiddu ekki atkvæði voru Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Kristrún Frostadóttir, Logi Einarsson, María Rut Kristinsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Orri Páll Jóhannsson, Sigmar Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir. Allir þingmenn Viðreisnar og allir þingmenn Samfylkingar sátu sumsé hjá, ásamt einum þingmanni Pírata og fjórum frá VG.

Guðmundur Ingi og Svandís eru bæði ráðherrar Vinstri grænna og fóru þau því ekki eftir flokkslínum, ef svo má að orði komast. Jódís og Orri Páll tilheyra einnig þingflokki VG. Þá áttu bæði Svandís og Þórunn sæti í kjörbréfanefndinni og voru þær ósammála meirihlutanum þar um að samþykkja ætti kjörbréfin.

Þeir sem muna ekki alveg hvaða þingmenn tilheyra hvaða flokkum geta hér séð lista yfir nýkjörna þingmenn.

Tillaga Björns Leví

Atkvæðagreiðslan í kvöld hófst, reglum samkvæmt, á þeirri tillögu sem gekk lengst. Það var tillaga Björns Levís um að kosningar á öllu landinu yrði ógildar og engin útgefin kjörbréf samþykkt. Sex þingmenn greiddu atkvæði með þeirri tillögu, allur þingflokkur Pírata en 53 á móti. Þau sem sátu hjá voru Guðbrandur Einarsson, Jódís Skúladóttir, Orri Páll Jóhannsson, Sigmar Guðmundsson.

Tillaga Svandísar og Þórunnar

Því næst voru greidd atkvæði um tillögur Svandísar og Þórunnar um að samþykkja kjörbréf í öllum kjördæmum nema Norðvestur. Hún var felld með 42 atkvæðum gegn sextán. Þau sem greiddu atkvæði með voru Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Halldóra Mogensen, Helga Vala Helgadóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Kristrún Frostadóttir, Logi Einarsson, María Rut Kristinsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þau sem sátu hjá voru Guðbrandur Einarsson, Jódís Skúladóttir, Orri Páll Jóhannsson, Sigmar Guðmundsson.

Tillaga Indriða Inga

Síðan voru greidd atkvæði um tillögu Indriða Inga um að kjörbréf í norðvestur yrðu samþykkt út frá niðurstöðum fyrri talningar. 55 greiddu atkvæði gegn. Fjögur greiddu atkvæði með, þau Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Halldóra Mogensen, Indriði Ingi Stefánsson. Fjögur sátu hjá, uðbrandur Einarsson, Jódís Skúladóttir, Orri Páll Jóhannsson, Sigmar Guðmundsson.

Tillaga um öll kjörbréf utan norðvestur

Því næst voru greidd atkvæði um tillögu nefndar Birgis Ármannssonar að samþykkja kjörbréf allra þingmanna utan norðvesturkjördæmis og var hún samþykkt með 63 atkvæðum allra þingmanna.

Eftir þessa atkvæðagreiðslu voru greidd atkvæði um útgáfu kjörbréfa í heild sinni, að norðvestur meðtöldu, og fjallað er um hér fremst í fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“
Eyjan
Í gær

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar