fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Eyjan

Þetta kaupir hið opinbera af áskriftum prentmiðla – Mogginn fær langmest en Stundin lítið sem ekkert

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 10:35

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill munur er á stuðningi hins opinbera þau fyrirtæki sem gefa út blöð og rukka áskriftargjald fyrir. Þannig kaupa fimmtíu og átta stofnanir áskrift af Morgunblaðinu, sum fleiri en eina, en aðeins sjö stofnanir borga fyrir áskrift af Stundinni. Árlegur kostnaður ríkisins við áskrift af Morgunblaðinu er lauslega áætlaður um 9,2 milljónir króna á meðan að árskostnaðurinn við áskriftir af Stundinni nemur tæpum 200 þúsund krónum.

Aðeins þrjú fyrirtæki gefa í dag út blöð sem innheimt er áskriftargjald fyrir. Þau eru Árvakur hf. sem gefur út Morgunblaðið, Myllusetur ehf. sem gefur út Viðskiptablaðið/Fiskifréttir og Útgáfufélagið Stundin sem gefur út samnefnt blað.

Morgunblaðið er langumsvifamest og gefur út daglegt blað. Kostnaður við almenna áskrift nemur 7.982 krónum á mánuði. Viðskiptablaðið gefur út blað vikulega, alla fimmtudaga, og áskriftarkostnaðurinn er 4.995 krónur á mánuði. Stundin gefur að jafnaði út tvö blöð í mánuði en áskriftargjaldið, fyrir pappírinn heim að dyrum, er 2.490 krónur á mánuði.

Í byrjun september lauk úthlutunarnefnd um rekstrarstuðning til einarekinna fjölmiðla störfum fyrir árið 2021. Þar var úthlutað um 389 milljónum króna til að stuðnings nítján fjölmiðlum. Áskriftarmiðlarnir þrír fengu samtals um 107 milljónir af þeirri upphæð.

Árvakur / Morgunblaðið – 81,4 milljónir króna

Myllusetur / Viðskiptablaðið – 26,8 milljónir króna

Útgáfufélagið Stundin / Stundin – 25,3 milljónir króna

Miðað við umsvif og fjölda starfsmanna er ljóst að hlutfallslega geta minni miðlarnir ekki kvartað yfir stuðningi ríkisins. Það geta þeir hins vegar þegar emur að annarskonar stuðningi, keyptum áskriftum.

Á vefsíðunni Opnir reikningar er hægt að fletta upp greiddum reikningum ráðuneyta og stofnana ríkisins. Sé miðað við reikninga fyrir september-mánuð má sjá að eftirfarandi fjöldi ráðuneyta og stofnana er með áskrift af miðlunum:

Morgunblaðið – 58 aðilar – þar af 10 ráðuneyti

Viðskiptablaðið – 27 – þar af 9 ráðuneyti

Stundin – 6 aðilar – þar af 3 ráðuneyti

Þá láta fjölmargar stofnanir og ráðuneyti ekki eina áskrift duga og gildir það sérstaklega um Morgunblaðið.  Í sumum tilvikum fjárfesta ríkisstofnanir  í 2-3 áskriftum af blaðinu. Í heildina er mánaðarlegur kostnaður við blaðaáskriftir hins opinbera 954 þúsund krónur og skiptist hann svona.

Morgunblaðið – 765.118 krónur – (9.181.416 kr. á ári)

Viðskiptablaðið – 173.681 krónur (2.084.171 kr. á ári)

Stundin – 15.170 krónur (182.040 kr. á ári)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“
Eyjan
Í gær

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar