fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hulda ráðin til dk hugbúnaðar

Eyjan
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 11:44

Hulda Guðmundsdóttir Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs hjá dk hugbúnaði. Hjá dk starfa meira en 60 manns við hugbúnaðargerð og þjónustu en viðskiptavinir fyrirtækisins eru á sjöunda þúsund úr flestum atvinnugreinum.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Hulda var áður framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar norska tækni fyrirtækisins Itera sem hefur síðastliðin fimm ár verið á lista yfir topp 20 mest nýskapandi fyrirtæki Noregs, þvert á atvinnugreinar. Árið 2019 stofnaði hún ásamt eiginmanni sínum Clarito, sem sérhæfði sig í stjórnun viðskiptatengsla með skýjalausnum frá Microsoft. Frá 2015-2017 var Hulda sölustjóri samstarfsaðila hjá Crayon og frá 2007-2014 starfaði hún hjá Microsoft, lengst af sem sölustjóri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hún hefur einnig verið mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Icelandair og deildarstjóri tölfræði hjá Flugmálastjórn.

Hulda er einn af stofnendum VERTOnet, samtaka kvenna í upplýsingatækni, og var meðeigandi að Tækninám.is. Hulda er iðnrekstrarfræðingur, með BSc í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MA-diplómu í fræðslu og stjórnun frá HÍ auk þess að vera PCC-vottaður markþjálfi. Hulda segist alltaf spennt að takast á við ný verkefni í starfi.

„Það eru gríðarlega áhugaverði hlutir að gerast hjá dk Hugbúnaði sem er leiðandi í viðskiptahugbúnaði smárra og meðalstórra fyrirtækja. Ég hlakka til að nýta reynslu mína og þekkingu til að halda áfram því frábæra starfi sem þar er unnið, og legg metnað minn í að dk haldi áfram að vera leiðandi í stafrænni og gagnadrifinni framtíð,“ segir Hulda í tilkynningunni.

„Það er mikill akkur í því fyrir dk hugbúnað að fá reynslumikla konu úr upplýsingatæknigeiranum eins og Huldu í stjórnendateymi fyrirtækisins,“ segir Dagbjartur Pálsson framkvæmdastjóri dk.

Fyrirtækið var stofnað 1998 og hefur í tvo áratugi selt vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins, alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sem eru þróuð á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. dk hugbúnaður hefur um árabil verið fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri hjá Keldunni, framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo og á lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki hjá VR í starfsmannaánægju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus