fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Stórsókn hjá Svar – Ráða sjö nýja starfsmenn

Eyjan
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 10:50

Anna Lilja Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingatæknifyrirtækið Svar hefur vegna aukinna umsvifa ráðið til sín sjö nýja starfsmenn, þau Önnu Lilju Sigurðardóttur, Bessa Toan Ingason, Grétar Örn Hjartarson, Írisi Dögg Eiðsdóttur, Katrínu M. Guðjónsdóttur, Lindu Wessman og Sigríði Birnu Sigurðardóttur. Nýju starfskraftarnir sem flestir hafa framhaldsmenntun á sviði viðskipta, bókhalds og tölvunarfræði, koma til með að þjónusta núverandi og verðandi viðskiptavini fyrirtækisins.

„Það er mjög ánægjulegt hversu öfluga einstaklinga við höfum fengið til liðs við okkur og aukinn áhugi kvenfólks á störfum í tæknigeiranum er auðvitað gleðiefni. Við erum með fjölbreytta viðskiptavini með mismunandi þarfir og sífellt meiri áhersla á sjálfvirkni býr til ný og spennandi tækifæri og verkefni fyrir okkur starfsfólkið og eins fyrir viðskiptavini,“ segir Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svars.

Linda Wessman

Svar veitir viðskiptavinum sínum tæknilausnir í skýinu sem eru í takt við nútímann og starfsfólk fyrirtækisins er sérþjálfað í að skipuleggja umbætur á tæknimálum viðskiptavina sinna. Bókhaldskerfi, rekstrarkerfi og verk- og tímaskráningakerfi hafa meðal annars tekið miklum breytingum á undanförnum árum og eru í dag einfaldari og öllu jafna skilvirkari.

„Við sem störfum í tæknigeiranum búum svo vel að vinna í þessu hraða og spennandi umhverfi sem aldrei hættir að þróast. Það er auðvitað nauðsynlegt að halda í öryggið með því að nota eldri leiðir sem virka vel en jafnframt að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og lausnum. Tækninni eru í raun engin takmörk sett og það er nauðsynlegt að vera á tánum til að geta leiðbeint og sinnt viðskiptavinum sem best,“ segir  Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt