fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

90% Íslendinga borða laufabrauð – Yngri kynslóðin sérstaklega hrifin

Eyjan
Mánudaginn 15. nóvember 2021 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Gæðabakstur virðast Íslendingar yfir sig hrifnir af laufabrauði. Í könnunni kemur fram að 90% þjóðarinnar borðar laufabrauð, Stærsti aldurshópurinn sem borðar laufabrauð er 18-24 ára og 35-44 ára, eða 91%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Þá eru ívið fleiri konur en karlar sem borða laufabrauð. Hlutfall kvenna er 92% en karla 88%. 35% þeirra sem borða laufabrauð borða það alltaf eintómt. 65% nota álegg/smur og/eða ídýfur. Yngra fólk borðar laufabrauð frekar eintómt

Vinsældarlisti í áleggjum, meðal þeirra sem nota álegg/smur/ídýfur yfir höfuð:

90% setja smjör (með eða án annars)

12% setja hangikjöt

2% ost, 1% mysing, 1% brauðsalat

Einnig var nefnt: tómatsardínur, sultaður rauðlaukur, sykrað kaffi, maís, maís, uppstúfur/jafningur, söltuð rúllupylsa, sulta, vogaídýfa, nacho ostasósa.

,,Í upphafi var laufabrauðið einkum vinsælt á Norðurlandi en þokaðist síðan hægt suður yfir heiðar. Á síðustu áratugum hefur laufabrauðið áunnið sér fastan sess í jólahaldi þúsunda íslendinga um allt land. Ætla má að þessi ágæti jólasiður hafi borist með fjölskyldum sem fluttu af Norðurlandi í aðra landshluta,” segir Gísli Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs.

Gallup könnunin var framkvæmd á netinu og náði til 1.632 manns, 18 ára og eldri á öllu landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki