fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Eyjan

90% Íslendinga borða laufabrauð – Yngri kynslóðin sérstaklega hrifin

Eyjan
Mánudaginn 15. nóvember 2021 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Gæðabakstur virðast Íslendingar yfir sig hrifnir af laufabrauði. Í könnunni kemur fram að 90% þjóðarinnar borðar laufabrauð, Stærsti aldurshópurinn sem borðar laufabrauð er 18-24 ára og 35-44 ára, eða 91%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Þá eru ívið fleiri konur en karlar sem borða laufabrauð. Hlutfall kvenna er 92% en karla 88%. 35% þeirra sem borða laufabrauð borða það alltaf eintómt. 65% nota álegg/smur og/eða ídýfur. Yngra fólk borðar laufabrauð frekar eintómt

Vinsældarlisti í áleggjum, meðal þeirra sem nota álegg/smur/ídýfur yfir höfuð:

90% setja smjör (með eða án annars)

12% setja hangikjöt

2% ost, 1% mysing, 1% brauðsalat

Einnig var nefnt: tómatsardínur, sultaður rauðlaukur, sykrað kaffi, maís, maís, uppstúfur/jafningur, söltuð rúllupylsa, sulta, vogaídýfa, nacho ostasósa.

,,Í upphafi var laufabrauðið einkum vinsælt á Norðurlandi en þokaðist síðan hægt suður yfir heiðar. Á síðustu áratugum hefur laufabrauðið áunnið sér fastan sess í jólahaldi þúsunda íslendinga um allt land. Ætla má að þessi ágæti jólasiður hafi borist með fjölskyldum sem fluttu af Norðurlandi í aðra landshluta,” segir Gísli Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs.

Gallup könnunin var framkvæmd á netinu og náði til 1.632 manns, 18 ára og eldri á öllu landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“
Eyjan
Í gær

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar